Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

57. fundur 21. nóvember 2011 kl. 15:00 - 17:20 Fundarherbergi Faxatorgi 1
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Eybjörg Guðný Guðnadóttir áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun menningarmála 2012

Málsnúmer 1111076Vakta málsnúmer

Fjallað um drög að fjárhagsáætlun menningarmála fyrir árið 2012 með hliðsjón af þeim ramma sem Byggðarráð úthlutaði á síðasta fundi sínum. Nefndin hefur farið yfir alla liði sem tilheyra henni og eftir fyrstu yfirferð standa drög að áætlun í 123 milljónum en rammi Byggðarráðs gerði ráð fyrir 113 milljónum. Að frádreginni innri leigu er þó um að ræða 4% niðurskurð í rekstri málaflokksins frá áætlun yfirstandandi árs.

Nefndin felur sviðsstjóra að fara yfir öll launamál sem heyra undir nefndina auk þess að skoða fleiri atriði sem nefnd voru á fundinum. Farið verður nánar yfir fjárhagsáætlun nefndarinnar á milli fyrstu og annarrar umræðu um fjárhagsáætlun.

Nefndin samþykkir að vísa því til Byggðarráðs að sótt verði um styrk til Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð til rekstrar Menningarhússins Miðgarðs, þ.e.a.s. kostnaðar vegna rafmagns og húshitunar.

Fundi slitið - kl. 17:20.