Fara í efni

Samningar við Golfklúbb Skagafjarðar 2025

Málsnúmer 2505170

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 147. fundur - 21.05.2025

Fulltrúar Golfklúbbs Skagafjarðar, þau Kristján Eggert Jónasson gjaldkeri og Aldís Hilmarsdóttir formaður, sátu fundinn undir þessum lið.

Lögð voru fram drög að samningum Skagafjarðar við Golfklúbb Skagafjarðar. Annars vegar er um að ræða samning um rekstur golfklúbbs og golfvallar og hins vegar verksamningar um slátt á íþróttaleikvangi og opnum svæðum á Sauðárkróki. Fyrri samningar runnu út 31. ágúst 2024 og í fyrirliggjandi drögum er gert ráð fyrir að ganga til samninga sem gilda til 31. desember 2028. Á fundinum voru efnistök og innihald samninga rædd.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Golfklúbb Skagafjarðar í samræmi við umræður fundarins.