Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 89/2025, "Áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga (skattlagning orkumannvirkja)". Umsagnarfrestur er til og með 09.06. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að loksins séu lögð fram formleg áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem felld verður úr gildi undanþága rafveitna (vatnsafls-, jarðvarma- og vindaflsvirkjana) frá fasteignamati. Byggðarráð lýsir jafnframt yfir ánægju með að áformað sé að fasteignaskattur geti dreifst á milli fleiri en eins sveitarfélags og að hluti af fasteignaskattstekjum af orkumannvirkjum skuli eiga að dreifast til sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að loksins séu lögð fram formleg áform um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem felld verður úr gildi undanþága rafveitna (vatnsafls-, jarðvarma- og vindaflsvirkjana) frá fasteignamati. Byggðarráð lýsir jafnframt yfir ánægju með að áformað sé að fasteignaskattur geti dreifst á milli fleiri en eins sveitarfélags og að hluti af fasteignaskattstekjum af orkumannvirkjum skuli eiga að dreifast til sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.