Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

Málsnúmer 2505149

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 147. fundur - 21.05.2025

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 298. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. maí nk.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, frá janúar 2023 þegar breytingar sem leiddu til núverandi laga voru í samráðsferli í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirihluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á Skagafirði um alllangt skeið eru nú hlynntir kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð."