Fara í efni

Samráð; Áform um endurskoðun sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 2505138

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 147. fundur - 21.05.2025

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 88/2025, "Áform um endurskoðun sveitarstjórnarlaga". Umsagnarfrestur er til og með 09.06. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Nauðsynlegt er að lögin fylgi framþróun sveitarstjórnarstigsins og séu skýr og aðgengileg. Boðaðar breytingar ná til mikilvægra þátta en nauðsynlegt er að nánari útfærslur liggi fyrir sem fyrst. Hvað varðar kaflann um fjármál sveitarfélaga bendir byggðarráð á að það væri til verulegra bóta fyrir framsetningu ársreikninga og gagnsæis í rekstri sveitarfélaga ef tekinn væri upp C-hluti í samstæðureikningsskilum, þar sem inn kæmu hlutdeildarfélög eftir hlutfallslegri ábyrgð viðkomandi sveitarfélags.
Byggðarráð áskilur sér rétt til frekari umsagna á síðari stigum.