Fara í efni

Útboð lóðar við nýjan leikskóla í Varmahlíð

Málsnúmer 2504126

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 147. fundur - 21.05.2025

Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið var yfir opnun tilboða í útboð verkframkvæmdar við lóð við nýjan leikskóla í Varmahlíð en tilboð voru opnuð 9. maí sl. Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll talsvert umfram kostnaðaráætlun. Uppsteypa ehf átti lægsta tilboðið sem var 143,3% af kostnaðaráætlun verksins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna verksins. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðandi í samræmi við umræður á fundinum.