Fara í efni

Styrktarhlaup Einstakra barna

Málsnúmer 2504078

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 34. fundur - 11.04.2025

Lagður fram tölvupóstur dags. 9. apríl 2025, frá Ragnhildi Friðriksdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar, þar sem óskað er eftir því að þátttakendur í styrktarhlaupi Einstakra barna sem verður haldið þann 1. maí nk. fái gjaldfrjálsan aðgang að hlaupi loknu. Auk þess er óskað eftir því að opnunartími sundlaugarinnar verði lengdur um eina klukkustund þennan dag, eða til kl. 17:00. Nefndin samþykkir samhljóða að hafa gjaldfrjálsan aðgang fyrir þátttakendur hlaupsins og lengir opnunartíma sundlaugarinnar til kl 17:00 þennan sama dag.