Fara í efni

Erindi vegna fyrirhugaðs útboðs vegna lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarðsbæjum

Málsnúmer 1902051

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 55. fundur - 08.02.2019

Lögð var fyrir fundinn svohljóðandi tillaga frá Högna Elfari Gylfasyni, fulltrúa Byggðalistans í veitunefnd;

"Fyrirhugað útboð vegna lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra-Ási og Ásgarðsbæjum, ásamt komandi lagningum ljósleiðara í Sveitarfélaginu Skagafirði skulu vera opin öllum íslenskum verktakafyrirtækjum er kjósa að gera tilboð í verkin og uppfylla kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja í slíkum útboðum. Það skal gert svo tryggð verði eins hagstæð
niðurstaða og mögulegt er fyrir sveitarfélagið og íbúa þess."

Kveðið er á um viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa í III. kafla, einkum 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, en ákvæði um viðmiðunarfjárhæðir fyrir útboðsskyldu innanlands taka gildi fyrir sveitarfélög í lok maí n.k. Í 1. mgr. 23. gr. framangreindra laga segir: „Öll innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu yfir 15.500.000 kr. og verkum yfir 49.000.000 kr. skal bjóða út og gera í samræmi við þau innkaupaferli sem nánar er kveðið á um í IV. kafla. Viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa á opinberum þjónustusamningum um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu skv. VIII. kafla skulu fara eftir 4. mgr.“ Það verklag er viðhaft hjá Sveitarfélaginu Skagafirði að innkaup sem eru neðan viðmiðunarfjárhæða, hafa iðulega verið boðin út í lokuðu útboði meðal fyrirtækja með lögheimili innan marka sveitarfélagsins. Liggja þar að baki samfélagsleg sjónarmið um eflingu atvinnulífs og samfélagsins í Skagafirði þar sem leitast er við að fjölga störfum og íbúum á svæðinu. Með því að fylgja ofangreindum vinnubrögðum telur meirihluti veitunefndar að unnið sé eftir málefnanlegum sjónarmiðum, lögum og reglum og jafnframt að eins hagkvæmri niðurstöðu og mögulegt er fyrir sveitarfélagið og íbúa þess sé náð.

Verið er að vinna í útboðsgögnum vinnuútboðs ásamt nákvæmri kostnaðaráætlun vegna verktakakostnaðar. Þegar þeirri vinnu er lokið verður tekin ákvörðun um tilhögun útboðs.