Fara í efni

Tillaga frá Gísla Árnasyni

Málsnúmer 0912115

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Gísli Árnason lagði fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur ríkisstjórnina til að hverfa frá hugmyndum um að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið og sameina það iðnaðarráðuneytinu undir merkjum atvinnuvegaráðuneytis. Sjávarútvegur og landbúnaður eru burðarásar atvinnulífs í Skagafirði, líkt og víða um hinar dreifðu byggðir landsins. Sveitarstjórn telur að styrkja eigi ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar í ljósi mikilvægis atvinnugreinanna fyrir þjóðina og endurreisn efnahagslífsins í stað þess að gera þær að deildum í nýju atvinnuvegaráðuneyti. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að með sameiningu sé vegið að framtíð þessara atvinnugreina og lítið gert úr mikilvægi þeirra."

Til máls tók Gísli Árnason.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum gegn einu.

Bókun frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, Samfylkingunni.

"Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin skuli standa við löngu boðaða fækkun ráðuneyta og að það sé gert með því að jafna aðstöðu allra atvinnugreina landsins innan stjórnkerfisins. Með þessu móti munu allar atvinnugreinar njóta góðs af heildstæðri atvinnu- og auðlindastefnu með uppbyggingu stoðkerfis nýsköpunar og þróunar."