Lagt fram bréf frá hópi kvenna: Maddömunum, sem óska eftir að taka Aðalgötu 16b á leigu fyrir starfsemi sína. Yrði leigan greidd með endurbótum á húsinu, í samstarfi við Húsafriðunarnefnd, sveitarfélagið og byggðasafnið. Fyrir liggur jákvæð afstaða forstöðumanns Byggðasafns Skagfirðinga. Byggðarráð samþykkir erindið en tekur fram að ekki er fyrirhugað að fara í endurbætur á húsinu og er því leyfið gefið án skuldbindinga af hálfu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir erindið en tekur fram að ekki er fyrirhugað að fara í endurbætur á húsinu og er því leyfið gefið án skuldbindinga af hálfu sveitarfélagsins.