Fara í efni

Verklagsreglur um afgreiðslu umsókna um niðurgreiðslu au-pair starfsmanns, sbr. reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum

Málsnúmer 0810030

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 130. fundur - 14.10.2008

Samkvæmt 2. gr. reglna um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum frá 7. september 2006, getur Félags- og tómstundanefnd í undantekningartilvikum heimilað niðurgreiðslu vegna au-pair starfsmanns þegar hagsmunir barns og fjölskyldu mæla sérstaklega með því. Fer þá samkvæmt sérstökum verklagsreglum sem nefndin setur.
Þessar verklagsreglur voru yfirfarnar og þeim breytt þannig að tilvísanir séu til samræmis við "Reglur um niðurgreiðslu ..."
Einnig var 1. grein verklagsreglnanna breytt og hljómar nú þannig: "Nú stendur barni hvorki til boða leikskólapláss né pláss hjá dagmóður eða getur ekki nýtt sér slíka þjónustu af sérstökum ástæðum og getur félagsmálanefnd þá samþykkt að veita styrk til niðurgreiðslu launakostnaðar ?au-pair? starfsmanns". Um er að ræða orðalagsbreytingar og enginn kostnaðarauki fylgir þeim. Breytingarnar samþykktar samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðsla 130. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.