Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

84. fundur 01. febrúar 2013 kl. 13:00 - 14:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
  • Linda Björnsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
  • Jóhann Bjarnason grunnskólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Fæðismál í Ársölum

Málsnúmer 1301288Vakta málsnúmer

Málið rætt. Ákvörðun frestað.

2.Innleiðing nýrrar aðalnámskráar

Málsnúmer 1301219Vakta málsnúmer

Kynnt erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem ítrekað er að allir leik- og grunnskólar hafi lagað starf sitt að nýrri menntastefnu á skólaárinu 2014-15. Mikilvægur liður í því starfi er endurskoðun skólanámskrár á hverjum stað og eðlilegt er að innleiðing nýrrar aðalnámskrár taki m.a. mið af skólastefnu sveitarfélagsins.

3.Námsmatsstofnun - umsjón með framkvæmd ytra mats

Málsnúmer 1301265Vakta málsnúmer

Kynnt erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að frá og með 1. janúar 2013 annist Námsmatsstofunu umsjón með framkvæmd ytra mats á leik- og grunnskólum sem sveitarfélög og ráðuneyti bera að láta fara fram lögum samkvæmt.

4.Skipulag skólahalds austan Vatna

Málsnúmer 1301180Vakta málsnúmer

Málið rætt. Ákvörðun frestað.

Fundi slitið - kl. 14:45.