Fara í efni

Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks

28. fundur 14. apríl 2021 kl. 15:10 - 16:09 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Þorvaldur Gröndal Umsjónarmaður íþróttamannvirkja
  • Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknisviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Sundlaug Sauðárkróks - hönnun 2. áfanga viðbygging

Málsnúmer 2002086Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs greindi frá því að á grundvelli samþykktar síðasta fundar hafi hann látið bjóða út verkið á grundvelli þeirra gagna sem kynnt voru á síðasta fundi. Hafi hann falið verkfræðistofunni Stoð að hafa umsjón með útboðinu. Úboðið var auglýst á EES-svæðinu og lauk tilboðsfresti hinn 16.03. 2021. Tvö tilboð bárust. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir samanburði á tilboðunum og á kostnaðaráætlun sem kynnt var á síðasta fundi. Jafnframt gerði sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs grein fyrir lítilsháttar samlagningarvillu í tilboðsskjali sem fylgdi verklýsingu og var meðal útboðsgagna. Í samanburðarskjali er gerð grein fyrir áhrifum skekkjunnar á kostnaðaráætlunina og tilboðin og á kostnaðaráætlunina, fyrir og eftir leiðréttingu á skekkjunni. Óháð því hvort tilboð og kostnaðaráætlun séu leiðrétt eða ekki liggur fyrir að lægstbjóðandi, K-TAK ehf., hefur boðið í verkið meira en 40% umfram kostnaðaráætlun og Friðrik Jónsson ehf. meira en 52% yfir þeirri kostnaðaráætlun sem var fyrirliggjandi þegar útboðið var ákveðið. Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs vísar til þess að á framangreindum opnunarfundi hafi lægstbjóðandi látið bóka að hann teldi kostnaðaráætlun of lága. Í tilefni af því óskaði sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs eftir því við verkfræðistofuna Verkís að hún gerði kostnaðaráætlun á því verki sem boðið var út á grundvelli sömu útboðsgagna og verktakar höfðu við gerð tilboða sinna og sem verkfræðistofan Stoð hafði við gerð framangreindrar kostnaðaráætlunar sinnar. Niðurstaða kostnaðaráætlunar Verkís var 1% hærra en kostnaðaráætlunin sem verkfræðistofan Stoð hafði gert.
Fyrirliggjandi eru á fundinum eftirtalin gögn:
- Fundargerð opnunarfundar tilboða frá 16. mars 2021,
- Excelskjal með kostnaðaráætlun Stoðar ehf, tilboði K-tak ehf og tilboði Friðriks Jónssonar ehf eins og þau litu út á opnunardegi tilboða. Einnig kemur fram í þessu sama skjali leiðréttingar eftir yfirferð tilboða og kostnaðaráætlunar eins og fram hefur komið hér að ofan.
- Exelskjal með yfirfarinni og leiðréttri kostnaðaráætlun Stoðar ehf og tilboðum ásamt nýrri kostnaðaráætlun gerðri af verkfræðistofunni Verkís ehf frá 8. apríl 2021., sem gerð var á forsendum útboðsgagnanna.
Í skjölunum er gerð grein fyrir áhrifum skekkjunnar á kostnaðaráætlunina og tilboðin og á kostnaðaráætlunina, fyrir og eftir leiðréttingu.
Umræður urðu um framkvæmd útboðsins sem nefndin telur að hafi verið fullnægjandi. Fram kom ánægja með að verkfræðistofan Verkís hafi verið fengin til þeirrar vinnu sem að framan er lýst.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir með vísan til þeirrar fjárhagsáætlunar sem lá til grundvallar þegar ákveðið var að ráðast í útboðið og þeirra gagna sem liggja fyrir á fundinum að hafna öllum tilboðum á þeirri forsendu að bæði tilboðin sem fram komu teljist óaðgengileg, sbr. 82. gr. l. 120/2016 um opinber innkaup, fyrir þá sök að þau eru langtum hærri en umrædd kostnaðaráætlun og skipta áhrif framangreindrar villu engu í því sambandi. Sveitarfélagið hefur úr takmörkuðum fjárheimildum að ráða og leggur áherslu á að sýna ráðdeild í meðferð fjármuna. Telur nefndin ekki líkur á því að sveitarstjórn sveitarfélagsins muni heimila að svo miklu fé verði veitt til þessa verkefnis sem þyrfti ef tilboði tilboðsgjafa yrði tekið.
Nefndin telur ekki þörf á að meta hvort bjóðandi skuli útilokaður eða hvort bjóðandi uppfylli kröfur um hæfi þar sem ekkert aðgengilegt tilboð hefur borist.

Fundi slitið - kl. 16:09.