Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

475. fundur 07. maí 2009 kl. 10:00 - 10:57 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.UB koltrefjar ehf. - Aðalfundur 27. apríl 2009

Málsnúmer 0904049Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar UB koltrefja ehf 2009 ásamt drögum að viðauka við hluthafasamkomulag um UB koltrefjar ehf frá 17. apríl 2008.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka við hluthafasamkomulag um UB koltrefjar ehf frá 17. apríl 2008 og felur sveitartjóra að ganga frá málinu. Jafnframt óskar byggðarráð eftir áfangaskýrslu um stöðu verkefnisins og að fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn UB koltrefja ehf. komi á fund ráðsins.

2.Nytjar Drangeyjar á Skagafirði

Málsnúmer 0905006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Drangeyjarfélaginu, þar sem óskað er eftir heimild til að nytja eyna á árinu 2009 og helst til lengri tíma.
Byggðarráð samþykkir að heimila Drangeyjarfélaginu að nytja eyna árin 2009 og 2010.

3."Bókasafnið" Steinsstöðum - uppsetning búnaðar

Málsnúmer 0904058Vakta málsnúmer

Gagnaveita Skagafjarðar ehf sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað á hús bókasafnsins á Steinsstöðum. Einnig er óskað eftir aðstöðu innanhúss fyrir fyrir lítinn tækjaskáp sem og að plægja rör í gegnum lóð hússins fyrir ljósleiðara sem tengist í tækjaskápinn.
Byggðarráð gefur leyfi fyrir sitt leiti fyrir ofangreindum framkvæmdum svo fremi að erindið fái jákvæða afgreiðslu í skipulags- og bygginganefnd.

4.Aðgerðaáætlun - viðbrögð við mögulegu atvinnuleysi í Skagafirði

Málsnúmer 0901009Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá 141. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð áréttar þá málsmeðferð, vegna bókunar félagsmálanefndar frá 28. apríl 2009 um laun ungmenna sem ráðin eru til sumarstarfa hjá sveitarfélaginu annars vegar og laun jafnaldra þeirra sem boðin er námsvist í vinnuskóla sveitarfélagsins hins vegar að bókunin gildir eingöngu gagnvart þeim ungmennum sem boðin er námsvist við vinnuskólann. Laun skulu miðuð við þá launataxta sem tilgreindir eru í umræddri bókun og reiknuð út frá þeim. Sveitarfélagið er með þessari aðgerð að leggja aukið fé til vinnuskólans til að gefa ungmennum á þessum aldri sem ekki fá vinnu á almennum vinnumarkaði möguleika til að stunda nám við vinnuskólann og þau námskeið sem þar er boðið upp á og þiggja laun fyrir.
Byggðarráð samþykkir að fela félags- og tómstundanefnd yfirumsjón með átaksverkefni vegna vaxandi atvinnuþarfa 16 ára og eldri á komandi sumri.

5.Nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu

Málsnúmer 0809041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands þar sem sveitarfélög á Íslandi eru hvött til þess að bjóða námsmönnum frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu og itrekar eftirfarandi ályktun frá 447. fundi sínum 25. september 2008: "Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórn Strætó bs. að veita framhalds- og háskólanemum, sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og eiga lögheimili utan starfssvæðis Strætó bs,. sömu kjör og nemendum sem eiga lögheimili innan starfssvæðisins.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa umtalsverðar tekjur af framhalds- og háskólanemum af landsbyggðinni sem oft eiga engan annan kost en að sækja til höfuðborgarsvæðisins í nám. Þess vegna er það sanngirnismál að þeim sé ekki mismunað í gjaldtöku hjá Strætó bs.?

6.Sveinn svæsari

Málsnúmer 0904063Vakta málsnúmer

Lagt fram gjafabréf fyrir skúlptúrnum "Sveini svæsara" til sveitarfélagsins frá nemendum við FNV.
Byggðarráð þakkar gjöfina og mun finna verkinu verðugan framtíðarstað.

7.Stapi, lífeyrissjóður - ársfundarboð 2009

Málsnúmer 0905007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársfundarboð 2009 frá Stapa - lífeyrissjóði. Fundurinn fer fram þann 28. maí 2009.

8.Peningamarkaðssjóður ÍV

Málsnúmer 0812035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Íslenskum verðbréfum hf. um Peningamarkaðssjóð ÍV.

Fundi slitið - kl. 10:57.