Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

524. fundur 12. ágúst 2010 kl. 09:00 - 10:38 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tryggingamiðstöðin - Erindi fyrir byggðarráð

Málsnúmer 1007123Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Þórhalli Rúnari Rúnarssyni umboðsmanni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á Sauðárkróki, þar sem hann óskar eftir skriflegri skýringu og rökstuðningi fyrir ákvörðun byggðarráðs að afturkalla ákvörðun fyrri sveitarstjórnar að segja upp vátryggingasamningi við Vátryggingafélag Íslands.

Vegna fyrirspurnar um endurskoðun á vátryggingasamningi sveitarfélagsins telur byggðarráð eðlilegt að ný sveitarstjórn fái umþóttunartíma til að meta og fara yfir vátryggingar sveitarfélagsins í heild sinni. Var það því samþykkt samhljóða á 522. fundi byggðarráðs þann 7. júlí sl. að endurnýja vátryggingasamning sveitarfélagsins við VÍS og endurnýjast hann sjálkrafa um eitt ár. Áður en kemur að uppsögn þess samnings samkvæmt ákvæðum samningsins mun byggðarráð taka málið til skoðunar að nýju. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og veita þær upplýsingar sem óskað er eftir.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs 15. júlí sl. sem hljóðar svo: "Við teljum eðlilegt og hagkvæmt að bjóða út tryggingapakka sveitarfélagsins eins og ráð var fyrir gert, enda liggja engin gögn fyrir í málinu sem benda til þess að skynsamlegt sé að fresta útboði".

Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann telur svör byggðarráðs við fyrirspurn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. algerlega ófullnægjandi og upplýsa ekki að neinu ákvörðun meirihlutans að bjóða ekki út tryggingarnar eins og ráð var fyrir gert.

2.Ægisstígur 7 - fyrirspurn

Málsnúmer 1007118Vakta málsnúmer

Erindi frá Hólmfríði Dröfn Guðmundsdóttur og Hirti Sævari Hjartarsyni, þar sem þau óska eftir upplýsingum um áform sveitarfélagsins varðandi fasteignina Ægisstíg 7, Skr., sem hefur hingað til hýst hluta af starfsemi Furukots og leggst af við opnun leikskólans Ársala. Lýsa þau áhuga sínum á að gera tilboð í fasteignina.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sölu á fasteigninni, en ef svo verður mun hún verða auglýst og sett í söluferli hjá fasteignasölu.

3.Kjör fulltrúa í Almannavarnarnefnd

Málsnúmer 1006111Vakta málsnúmer

Hinn 1. júní 2008 tóku gildi ný lög um almannavarnir, nr. 82/2008. Í IV. kafla, 9. gr., um Almannavarnanefndir segir svo:

"Í hverju sveitarfélagi starfar almannavarnanefnd sem sveitarstjórn skipar og ákveður sveitarstjórnin fjölda nefndarmanna. Almannavarnanefnd skal skipuð sýslumanni þess umdæmis sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara."

Endurtilnefna þarf í stað Guðnýjar Kjartansdóttur, sem var kjörin varamaður á fundi sveitarstjórnar þann 1. júlí sl., þar sem hún er ekki fulltrúi í sveitarstjórn.

Byggðarráð samþykkir að Hrefna Gerður Björnsdóttir varasveitarstjórnarfulltrúi taki sæti varamanns í almannavarnarnefnd.

4.Hofsstaðir lóð 1(219174) - rekstrarleyfi

Málsnúmer 1007106Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórólfs Sigjónssonar fyrir hönd Gesta og gangandi ehf, um rekstrarleyfi fyrir Sveitasetrið Hofsstöðum (Út í móa). Gististaður - flokkur II gistiheimili, veitingastaður - flokkur II veitingastofa og greiðasala.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

5.Fæðismál í Ársölum

Málsnúmer 1008025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá forsvarsmönnum Videosports ehf, þar sem óskað er eftir viðræðum um umsjón með fæðismálum í Leikskólanum Ársölum.

Afgreiðslu frestað.

6.Bæklingur um byggingu knattspyrnuleikvalla

Málsnúmer 1007101Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar bæklingur frá KSÍ um byggingu knattspyrnuleikvalla.

7.Sveitarstjórnarráðuneyti - endurskoðun gildandi laga og reglugerða

Málsnúmer 1008013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem kynnt er að starfshópur sem skipaður var til að endurskoða gildandi laga- og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafi nú lokið störfum. Ráðherra hefur ákveðið að nú þegar verði hafin vinna við innleiðingu á tillögum starfshópsins sem falla undir valkost 1 og 2. Stefnt er að því að þær breytingar taki gildi 1. janúar 2011. Skýrslu starfshópsins er að finna á heimasíðu ráðuneytisins.

8.Rekstrarupplýsingar 2010 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1004072Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar-júní 2010.

9.Norðurá bs. - Fundargerðir 2010

Málsnúmer 1001203Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Norðurár bs. frá 26. maí, 10. 18. 21. og 24. júní, og 6. júlí lagðar fram til kynningar.

9.1.Borgargerði 1 lóð 4 - Umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 1007119Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 524. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

9.2.Herjólfsstaðir (145886) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1007111Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 524. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

9.3.Hofsstaðir lóð 1(219174) - rekstrarleyfi

Málsnúmer 1007106Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 524. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

9.4.Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016 - kynning á breytingu 2010.

Málsnúmer 1007085Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 211. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 524. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

10.Lánsumsókn 2010

Málsnúmer 1005247Vakta málsnúmer

Lagður fram lánssamningur nr. 32/2010 á milli Lánasjóðs sveitarfélaga ohf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þessi lánsfjárhæð er hluti af samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2010.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til byggingar leikskólans Ársala, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

11.Sjóvá - erindi fyrir byggðarráð

Málsnúmer 1007116Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Karli Jónssyni umboðsmanni Sjóvár-Almennra líftr. hf. á Sauðárkróki, þar sem hann óskar m.a. eftir skýringu og rökstuðningi fyrir ákvörðun byggðarráðs að afturkalla ákvörðun fyrri sveitarstjórnar að segja upp vátryggingasamningi við Vátryggingafélag Íslands.

Vegna fyrirspurnar um endurskoðun á vátryggingasamningi sveitarfélagsins telur byggðarráð eðlilegt að ný sveitarstjórn fái umþóttunartíma til að meta og fara yfir vátryggingar sveitarfélagsins í heild sinni. Var það því samþykkt samhljóða á 522. fundi byggðarráðs þann 7. Júlí sl. að endurnýja vátryggingasamning sveitarfélagsins við VÍS og endurnýjast hann sjálkrafa um eitt ár. Áður en kemur að uppsögn þess samnings samkvæmt ákvæðum samningsins mun byggðarráð taka málið til skoðunar að nýju. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og veita þær upplýsingar sem óskað er eftir.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs 15. júlí sl. sem hljóðar svo: "Við teljum eðlilegt og hagkvæmt að bjóða út tryggingapakka sveitarfélagsins eins og ráð var fyrir gert, enda liggja engin gögn fyrir í málinu sem benda til þess að skynsamlegt sé að fresta útboði".

Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann telur svör byggðarráðs við fyrirspurn Sjóvár-Almennra líftr. hf. algerlega ófullnægjandi og upplýsa ekki að neinu ákvörðun meirihlutans að bjóða ekki út tryggingarnar eins og ráð var fyrir gert.

Fundi slitið - kl. 10:38.