Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

474. fundur 30. apríl 2009 kl. 10:00 - 12:15 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur 2008

Málsnúmer 0904061Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2008. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG kynnti og fór yfir helstu niðurstöður. Vék hann síðan af fundinum. Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Aðalgata 23 - umsókn um styrk v.fasteignagjalda 2009

Málsnúmer 0904007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Villa Nova ehf. þar sem sótt er um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2009.
Á grundvelli reglna sveitarélagsins um styrki vegna viðhalds og endurgerðar friðaðra húsa samþykkir byggðarráð að styrkja Villa Nova ehf um 70% af álögðum fasteignaskatti 2009.

3.Léttfeti - styrkbeiðni

Málsnúmer 0809008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sem vísað var til byggðarráðs frá 140. fundi félags- og tómstundanefndar varðandi styrkbeiðni Hestamannafélagsins Léttfeta. Málið áður á dagskrá 445. fundar byggðarráðs og 131. fundar félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að stykja Hestamannafélagið Léttfeta um kr. 300.000. Fjármunir teknir af fjárhagslið 21890.

4.Velferðarvaktin - vinnumarkaðsaðgerðir

Málsnúmer 0904021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá stýrihóp um verlferðarvakt sem skipaður var af félags- og tryggingamálaráðherra í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 10. febrúar 2009. Í bréfinu er vakin athygli á vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar.
Byggðarráð vísar erindinu til kynningar í atvinnu- og ferðamálanefnd og félags- og tómstundanefnd.

5.Landsvirkjun - Ársskýrsla 2008

Málsnúmer 0904035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Landsvirkjunar fyrir árið 2008.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0904020Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 12:15.