Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

584. fundur 01. mars 2012 kl. 09:00 - 10:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Vinabæjarmót í Köge

Málsnúmer 1202125Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 583. fundar byggðarráðs og þá bókað:

"Lagt fram boðsbréf frá vinabæ sveitarfélagsins, Køge Kommune í Danmörku. Boðað er til stórs vinabæjamóts í Køge þann 29. maí - 1. júní 2012. Dagskrá mótsins verður annars vegar sniðin að málefnum eldri borgara og hins vegar menningu og listum. Byggðarráð þiggur boðið og nánari útfærsla bíður næsta fundar."

Byggðarráð samþykkir að þátttakendur sveitarfélagsins í vinabæjamótinu verði sveitarstjórnarfulltrúar, sveitarstjóri, félagsmálastjóri og sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.

2.XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1202305Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi XXVI. landsþing sambandsins, sem haldið verður í Reykjavík föstudaginn 23. mars 2012. Dagskráin kynnt og ákveðið að gera engar breytingar á kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins.

3.Þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 1201004Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu, drög að þriggja ára áætlun 2013-2015 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:

Þriggja ára áætlunin felur í sér byggingaframkvæmdir við Árskóla, skuldaaukningu og niðurskurð á þjónustu sveitarfélagsins strax á þessu ári. Eðlilegt væri að hafa eitthvað samráð og kynningu á málum fyrir íbúa. Algjört lágmark er að kynna fyrir íbúum teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum þó að það væri ekki gert með öðrum hætti en með því að setja teikningar af viðbyggingu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

4.Skýrsla vegna byggingar Árskóla

Málsnúmer 1202267Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Centra Fyrirtækjaráðgjöf varðandi mat á áhrifum viðbyggingar við Árskóla á fjárhag Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskar bókað:

Skýrsla Centra um fjárhagsleg áhrif viðbyggingar við Árskóla á fjárhag sveitarfélagsins, byggir fyrst og fremst á óraunhæfum áætlunum og framreiknuðum hagræðingaraðgerðum í rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem ekki bólar enn á og algerlega er horft fram hjá köldum staðreyndum úr bókhaldi sveitarfélagsins.

Byggðarráð leggur fram eftirfarandi bókun vegna útkominnar skýrslu um fjárhagsleg áhrif nýbyggingar við Árskóla:

Ljóst er út frá þeim gögnum sem fyrir liggja að sveitarfélagið ræður vel við framkvæmdina. Með henni fer sveitarfélagið ekki upp fyrir það skuldaþak sem sett hefur verið og munar nokkru þar um. Niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi og tala þær sínu máli: "Ástand núverandi skólahúsnæðis að Freyjugötu veldur því að nauðsynlegt er að verja verulegum fjármunum til viðhalds eða byggja viðbyggingu við Árskóla. Miðað við þær forsendur um kostnað og fjármögnun sem framkvæmdin byggir á, auk þess rekstrarhagræðis sem af henni hlýst, er viðbygging við Árskóla mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og mun hafa jákvæð áhrif á fjárhag sveitarfélagsins."

Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon.

5.Tunguhlið 146244 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1202281Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki um um aðilaskipti að landi, Tunguhlíð 146244. Seljendur: Valgarð Guðmundsson og Rut Valdimarsdóttir. Kaupandi er Gunnar Valgarðsson.

6.Brautartunga land A(220726)-Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1202282Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki um um aðilaskipti að landi, Brautartungu landi A 220726. Seljendur: Valgarð Guðmundsson og Rut Valdimarsdóttir. Kaupandi er Gunnar Valgarðsson.

7.Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 1202092Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 583. fundar bygðarráðs. Lagt fram til kynningar bréf frá þingmönnum Hreyfingarinnar varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, 202. mál.

Fundi slitið - kl. 10:30.