Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

573. fundur 24. nóvember 2011 kl. 09:00 - 10:52 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ljósheimar - áhugi á leigu

Málsnúmer 1111047Vakta málsnúmer

Erindinu vísað til byggðarráð frá 56. fundi menningar- og kynningarnefndar og varðar fyrirspurn frá Róbert Óttarssyni, Eiði Baldurssyni og Jóni Daníel Jónssyni um möguleg kaup á Félagsheimilinu Ljósheimum.

Byggðarráð áréttar að ekki stendur til að selja félagsheimilið að svo komnu máli.

2.Slökkvistöð við Sæmundargötu - reglubundin skoðun.

Málsnúmer 1110228Vakta málsnúmer

Lagt fram ítrekunarbréf frá Vinnueftirlitinu, sem sent er í framhaldi af skoðun stofnunarinnar á húsnæði slökkvistöðvarinnar við Sæmundargötu. Um er að ræða kröfur um úrbætur í starfsmannaaðstöðu og á loftræstingu og afsogsbúnaði í bifreiða- og tækjageymslu. Málið áður á dagskrá á 569. fundi byggðarráðs.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari fresti til að leggja fram tímasetta áætlun á úrbótum.

3.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1111113Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna eldvarnarfræðslu fyrir grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra.

Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.

4.Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2012 rædd. Ákveðið að hafa fund mánudaginn 28. nóvember n.k., kl. 17:00.

5.Sala á íbúðum við Nátthaga á Hólum

Málsnúmer 1111153Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun 500. fundar byggðarráðs hefur verið unnið að því að selja fasteignir sveitarfélagsins við Nátthaga að Hólum í Hjaltadal.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að annast sölu eignanna.

6.Aðalfundur 2011

Málsnúmer 1111125Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Versins - vísindagarða. Fundurinn verður 24. nóvember 2011.

Byggðarráð samþykkir að Bjarni Jónsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

7.Málefni Heilbrigisstofnunarinnar Sauðárkróki

Málsnúmer 1111158Vakta málsnúmer

Byggðarráð lýsir megnri óánægju og vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið brugðist við beiðni sveitarfélagsins um fund með velferðarráðherra vegna stórfellds niðurskurðar á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki á árinu 2012. Jafnframt lýsir byggðarráð vonbrigðum með að ekki hafa borist viðbrögð ráðherrans við þeim skýrslum sem honum hafa verið sendar um stofnunina og niðurstöðu þeirra.

8.Tilboð í hlutafé í Íshestum ehf

Málsnúmer 1109058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör á sölu hlutafjár sveitarfélagsins í Íshestum ehf.

9.Rekstrarupplýsingar 2011 - sveitarsjóður og stofnanir

Málsnúmer 1105163Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar rekstrarupplýsingar fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess fyrir tímabilið janúar-október 2011.

Fundi slitið - kl. 10:52.