Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

639. fundur 17. október 2013 kl. 09:00 - 11:07 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Þorsteinn Tómas Broddason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka með afbrigðum mál 1310170 Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - hlutafé í Mótun ehf. á dagskrá.

1.Beiðni um flutning vegslóða í landi Vindheima

Málsnúmer 1306048Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 167. fundi landbúnaðarnefndar. Málið varðar flutning á vegslóða og ræsisgerð í landi Vindheima vegna aðgengi að Borgarey. Landbúnaðarnefnd mælir með því að farið verði í þessa framkvæmd nú í haust.
Byggðarráð samþykkir framkvæmdina og felur veitu- og framkvæmdasviði útfærslu verkefnisins.

2.Fasteignin Árbakki (213-2263), Suðurgötu 5 á Skr.

Málsnúmer 1310120Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ingu Katrínu D. Magnúsdóttur þar sem hún lýsir áhuga á að kaupa fasteignina Árbakka, Suðurgötu 5 á Sauðárkróki (213-2263).
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að óska eftir að Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri komi á fund byggðarráðs til viðræðu um erindið.

3.Kennslustofa v/Freyjugötu - kauptilboð

Málsnúmer 1310126Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í kennslustofu við Freyjugötu (223-3897), syðra húsið, frá Skotfélaginu Ósmann.
Byggðarráð samþykkir að ganga að kauptilboði Skotfélagsins Ósmanns.

4.Styrkumsókn - umferðarfræðsla fyrir yngstu nemendur grunnskóla

Málsnúmer 1310129Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni að upphæð 105.000 kr. vegna umferðarfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla.
Byggðarráð vísar erindinu til fræðslunefndar til að meta þörfina á þessari fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013 - hlutafé í Mótun ehf.

Málsnúmer 1310170Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna fjárfestingar í hlutafé í Mótun ehf. að upphæð 4.900.000 kr.
Byggðarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna hlutafjárkaupa í Mótun ehf. að upphæð 4.900.000 kr. Fjármögnuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.

6.Mótun ehf - stofnfundagerð og samþykktir

Málsnúmer 1310150Vakta málsnúmer

Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar byggðarráðs.

7.Áætlunarflug til Sauðárkróks

Málsnúmer 1308048Vakta málsnúmer

Málefni áætlunarflugs til Sauðárkróks rædd. Áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli er Skagafirði mikilvægt. Byggðarráð leggur á það þunga áherslu að Skagafjörður verði hafður með í næsta útboði ríkisins á innanlandsflugi. Ef innanlandsflugs nýtur ekki við, skerðir það samkeppnishæfni Skagafjarðar sem og Norðurlands vestra, en sá landshluti verður þá eini landshlutin utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar sem ekki nýtur áætlunarflugs. Byggðarráð samþykkir að gera samning til áramóta við Eyjaflug um áætlunarflug milli Reykavíkur og Sauðárkróks og skorar jafnframt á stjórnvöld að auka fjárframlög til innanlandsflugsins í komandi fjárlögum í anda þeirrar byggðarstefnu sem boðuð hefur verið.
Bjarni Jónsson og Þorsteinn Broddason véku af fundi þegar hér var komið.

8.Gagnaveita Skagafjarðar - staða mála

Málsnúmer 1310148Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson kynnti stöðu mála varðandi starfsemi Gagnaveitu Skagafjarðar ehf.

9.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um dagsetningamörk vegna fjárhagsáætlunar 2014 og þriggja næstu ára.
Byggðarráð afgreiðir fjárhagsáætlanirnar á fundi 24. október n.k. og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar við fyrri umræðu 30. október n.k. Síðari umræða fer svo fram á sveitarstjórnarfundi 11. desember 2013.

10.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

Málsnúmer 1309362Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 638. fundar byggðarráðs. Sveitarstjóri upplýsti að fulltrúar sveitarfélagsins fengju fund með fjárlaganefnd Alþingis þriðjudaginn 29. október 2013.

11.Fundur með þingmönnum Norðvesturskjördæmis 2013

Málsnúmer 1310166Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá SSNV þar sem fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru boðaðir til fundar með þingmönnum Norðvesturkjördæmis mánudaginn 21. október 2013.

Fundi slitið - kl. 11:07.