Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

604. fundur 20. september 2012 kl. 09:00 - 09:48 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði Þorsteinn T. Broddason fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að ákveðið hefur verið að ráðast í umfangsmikla hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins verður það að teljast í hæsta máta undarlegt að hagræðing og rekstur sveitarfélagsins sé ekki til umfjöllunar á þessum fundi. Næsti fundur byggðarráðs verður ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, og ekki er ennþá búið að kynna fyrir íbúum sveitarfélagsins hvaða aðgerðir stendur til að ráðast í við hagræðinguna.

1.Lánssamningur í ísl. krónum v/SKV

Málsnúmer 1209197Vakta málsnúmer

Samþykkt að taka þetta mál inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.
Lagður fram óverðtryggður lánssamningur í íslenskum krónum milli Arion banka hf og Skagafjarðarveitna ehf. Lánsupphæð 250.000.000 kr. til 24 ára. Þessir fjármunir eru ætlaðir til uppgreiðslu á öðrum óhagstæðari lánum.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangist í einfalda ábyrgð á greiðslum samkvæmt lánssamningi þessum til lánveitanda.

2.Fundur með þingmönnum

Málsnúmer 1209181Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá SSNV, þar sem boðað er til árlegs fundar þingmanna Norðvesturkjördæmis með sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra. Fundurinn verður haldinn á Hvammstanga, þriðjudaginn 2. október 2012.
Byggðarráð fagnar því tækifæri á að hitta þingmenn kjördæmisins og felur sveitarstjóra að tilkynna sveitarstjórnarfulltrúum um fundinn.

3.Ósk um samstarf

Málsnúmer 1209168Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Veraldarvinum, íslenskum félagasamtökum sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Nálgast samtökin markmið sín með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfis- og menningartengdra verkefna í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og frjáls félagasamtök. Lýsa þau yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélagið á árinu 2013.
Byggðarráð vísar erindinu til kynningar hjá öðrum fastanefndum sveitarfélagsins.

4.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1209146Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

5.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1209185Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá bæjarstjórum Dalvíkurbyggðar, Snæfellsbæjar, Vestmannaeyja, Grindavíkur og Fjallabyggðar varðandi stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fyrirmyndin eru Samtök orkusveitarfélaga og tilefnið þær breytingar sem verið er að gera á umgjörð sjávarútvegsins.
Byggðarráð samþykkir að senda fulltrúa á stofnfund samtakanna til kynningar.

6.Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 2012

Málsnúmer 1209113Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, þar sem fram kemur að sveitarstjórnarmenn sveitarfélagsins hafa fengið úthlutuðum tíma með fjárlaganefnd Aþingis þann 15. október n.k.

7.Ágóðahlutaagreiðsla 2012

Málsnúmer 1209177Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Braunabótafélag Íslands, þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu til sveitarfélagsins á árinu 2012, að upphæð 3.356.000 kr.

8.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 5. september 2012.

Fundi slitið - kl. 09:48.