Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

41. fundur 25. september 2008 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Matarkistan Skagafjörður - staða verkefnis

Málsnúmer 0809066Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Brynleifsdóttur um framvindu mála varðandi verkefnið Matarkistan Skagafjörður.

2.Netþjónabú í Skagafirði

Málsnúmer 0808042Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaútgáfa af skýrslu sem Hátæknisetur Íslands vann fyrir sveitarfélagið um möguleika varðandi netþjónabú í Skagafirði.
Ákveðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna Data Center Dinamics sem haldin er í London 11-13 nóv. n.k. Ferðin er farin í samvinnu við Fjárfestingarstofu.
Kostnaður við ferðina fer af lið 13090, en jafnframt verður leitað til Atvinnulífssjóðs um þátttöku í kostnaði.

3.Staða fjármála á liðum atvinnumálanefndar í sept. 2008

Málsnúmer 0809067Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram yfirlit yfir stöðu fjármála á liðum atvinnu- og ferðamálanefndar.

4.Fjárhagsáætlun 2009 - atvinnumál

Málsnúmer 0809068Vakta málsnúmer

Rætt um gerð fjárhagsáætlunar 2009.

Fundi slitið - kl. 15:00.