Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

78. fundur 13. janúar 2012 kl. 10:00 - 11:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Atvinnulífsýning í Skagafirði 2012

Málsnúmer 1109259Vakta málsnúmer

Rætt um atvinnulífssýningu, áður á dagskrá nefndarinnar 22. september sl.

Nefndin ákveður að haldin verði atvinnulífssýning á Sauðárkróki dagana 28. og 29. apríl nk. Sýningin verði sett upp með svipuðu sniði og gert var á sambærilegri sýningu árið 2010.

Starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs falið að hefja undirbúning sýningarinnar.

2.Stuðningsbeiðni

Málsnúmer 1112139Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi varðandi ósk um stuðning við verkefnið Flugklasinn Air 66N. Verkefnið snýst um öfluga og samræmda markaðssetningu Norðurlands erlendis, með áherslu á að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.
Málinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði til umsagnar.

Nefndin samþykkir að mæla með því við Byggðarráð að leggja verkefninu til kr. 500.000 í styrk en beina því jafnframt til klasans að horft verði til Alexandersflugvallar við Sauðárkrók sem varaflugvallar fyrir millilandaflug til Norðurlands.

3.Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 1112411Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðíársins 2011/2012. Úthlutun ráðuneytisins er eftirfarandi: Hofsós, 71 þorskígildistonn, Sauðárkrókur, 66 þorskígildistonn.
Málinu er vísað til nefndarinnar til meðferðar og umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar frá Byggðarráði.

Nefndin felur starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs að vinna tillögu til nefndarinnar um afgreiðslu málsins, málið verður tekið til afgreiðslu hjá nefndinni á næsta fundi hennar á þriðjudag, 17. jan.

4.Skagafjörður allt árið

Málsnúmer 1112122Vakta málsnúmer

Rætt um vetrarferðamennsku, framhald frá síðasta fundi. Stefnt að kynningarfundi um vetraríþróttir og ferðaþjónustu á Sauðárkróki í næstu viku, starfsmönnum Markaðs- og þróunarsviðs falið að skipuleggja fundinn og boða hann.

Fundi slitið - kl. 11:45.