Fara í efni

Refa- og minkaeyðing 2019

Málsnúmer 1904148

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 204. fundur - 30.04.2019

Lögð fram drög að áætlun um minka- og refaveiði ársins 2019. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2019. Mættir voru: Birgir Hauksson, Steinþór Tryggvason, Kári Gunnarsson, Kristján B. Jónsson, Þorsteinn Ólafsson, Marinó Indriðason, Elvar Jóhannsson, Garðar Jónsson, Hans Birgir Friðriksson og Jón Númason.
Landbúnaðarnefnd samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum. Einnig samþykkir nefndin að greiða vegna refaveiða ráðinna veiðimanna 20.000 kr. fyrir grendýr, 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 7.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 7.200 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 1.800 kr. á dýr.
Landbúnaðarnefnd hefur áhyggjur af uppgangi minks innan sveitarfélagsins og hvetur menn til að halda vöku sinni.