Fara í efni

Smáragrund 1 stöðvarh - Umsókn um stækkun lóðar.

Málsnúmer 1706042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 307. fundur - 26.06.2017

Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 f.h. Sleitustaðavirkjunar og sem þinglýstur eigandi Smáragrundar 1 (landnr. 146494) óskar hér með eftir:
1)Heimild til að stækka Smáragrund 1 stöðvarhússlóð (landnr. 220990) inn á land Smáragrundar 1.
2)Staðfestingu á landamerkjum Smáragrundar 1 og Smárgrundar 1 stöðvarhússlóðar eftir breytinguna.
Stækkunin nær yfir aðrennslispípu, inntakslón og inntaksmannvirki Sleitustaðavirkjunar.
Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S03 í verki nr. 71272, dags. 2. júní 2017. Einnig fylgir erindinu skýringaruppdráttur nr. S04 í verki nr. 71272, dags. 2 júní 2017.Óskað er eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun.
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Smáragrund 1, landnr. 146494. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146494.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Skipulags- og byggingarnefnd - 312. fundur - 27.11.2017

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 26. júní sl., þar sem þá var samþykkt stækkun lóðarinnar Smáragrund 1 Stöðvarhús í 15.963 fermetra, samkvæmt uppdráttum gerðum af Stoð ehf. Uppdrættirnir dagsettir 2. júní 2017. Landnúmer lóðar er 2229
Í dag liggur fyrir ný umsókn dags. 2. október sl. þar sem Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 sækir f.h. Sleitustaðavirkjunar um aukna stækkun lóðarinnar Smáragrund 1 Stöðvarhús í 40.533 fermetra. Lóðarstækkunin er úr jörðinni Smáragrund 1 landnúmer 146494 og er Þorvaldur eigandi hennar.
Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðinni stækkun. Númer uppdráttar er S05 í verki nr. 71272, dags. 3. október 2017.
Óskað er eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Smáragrund 1, landnr. 146494. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146494. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.