Fara í efni

Sjálfsbjörg inn í Hús fritímans

Málsnúmer 1202110

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 183. fundur - 28.02.2012

Frístundastjóri kynnir erindið, þar sem ætlunin er að endurvekja Sjálfsbjörgu í Skagafirði með það að markmiði að bæta aðgengismál fatlaðra og auka fræðslu til félagsmanna. Félagið leitar eftir stuðningi um að fá aðstöðu í Húsi frítímans einu sinni í viku, 2 tíma í senn, endurgjaldslaust til að byrja með. Sigríður A. Jóhannsdóttir, forstöðukona Húss frítímans upplýsir nefndina um að starfsemin sé nú þegar búin að sprengja húsnæðið utan af sér og þörf fyrir stækkun orðin brýn.Nefndin felur forstöðukonu Húss frítímans að finna leið til að bjóða Sjálfsbjörg velkomna í húsið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 183. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.