Listaverk Jóhannesar Geirs - gjöf
Málsnúmer 0807052
Vakta málsnúmerMenningar- og kynningarnefnd - 33. fundur - 29.09.2008
Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður sýndi nefndinni hluta af þeirri gjöf sem Listasafni Skagfirðinga barst á dögunum og inniheldur skissur, málverk og muni úr dánarbúi Jóhannesar Geirs listmálara. Rætt um næstu skref varðandi stefnumótun fyrir Listasafn Skagfirðinga, en með áðurnefndri gjöf hefur listaverkaeign safnsins aukist um u.þ.b. helming. Ákveðið að ræða málið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008
Afgreiðsla 33. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 234. fundi sveitarstjórnar 07.10.08. með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að þiggja þessa höfðinglegu gjöf með þökkum. Varðveisla verður í samræmi við óskir gefenda. Menningarsögulega er þetta safn Jóhannesar einstakt. Jóhannes Geir er einn þekktasti listmálari, sem fæddur er og uppalinn í Skagafirði og tengsl hans við Skagafjörð voru mikil. Listasafn Skagfirðinga á nú þegar milli 20-30 myndverk eftir Jóhannes. Byggðarráð samþykkir að veita kr. 500.000 til móttöku og flutnings verkanna í Skagafjörð, af málaflokki 21890.