Fara í efni

Staða, stefna og næstu skref í háskólamálum í Skagafirði.

Málsnúmer 0802102

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 424. fundur - 28.02.2008

Á fund byggðarráðs kom rektor Háskólans á Hólum ásamt fylgdarliði til að ræða stöðu, stefnu og næstu skref í háskólamálum í Skagafirði m.a. vegna fyrirhugaðrar heimsóknar nefndar ríkisstjórnar um málefni Hólaskóla á næstunni. Einnig sat fundinn undir þessum lið Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs. Véku þau síðan af fundi. Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með nefnd ríkisstjórnarinnar um Hólaskóla og felur sveitarstjóra að skrifa nefndinni.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 460. fundur - 30.12.2008

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir hækkun á fjárhagsramma Háskólans á Hólum þrátt fyrir að viðurkennd hafi verið aukin fjárþörf upp á allt að 115 milljónir króna. Byggðarráð telur nauðsynlegt að skoða hvort unnt sé að tryggja áframhaldandi rekstur og vöxt skólans eins og tillögur hafa verið gerðar um.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitartjóra og formanni byggðarráðs að vinna að málinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 460. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 470. fundur - 19.03.2009

Fulltrúar Skagafjarðarveitna ehf. sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Viðskiptastaða Hólaskóla við sveitarfélagið og fyrirtæki þess rædd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009

Afgreiðsla 470. fundar byggðarráðs lögð fram á 245. fundi sveitarstjórnar.