Framlengdur umsóknarfrestur um stöður textílkennara og kennara í málmsmíði í Varmahlíðarskóla

Umsóknarfrestur um stöður textílkennara og kennara í málmsmíði við Varmahlíðarskóla hefur verið framlengdur til og með 20. júlí næstkomandi.

Auglýst er eftir textílkennara í 45% starf og fer kennslan fram á öllum aldursstigum skólans og eftir kennara í málmsmíði í 35% stöðu á unglingastigi. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FG.

Umsóknum ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri Varmahlíðarskóla í síma 898-6698 eða á netfangið hannadora@varmahlidarskoli.is

Nánari upplýsingar má finna hér.