Fara í efni

Hátíðleg stund í íþróttahúsinu 19. júní

22.06.2015

 Það var hátíðleg stund í íþróttahúsinu á Sauðárkróki síðastliðinn föstudag þegar minnst var 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Samkoman var á vegum sveitarfélagsins og Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, stjórnaði samkomunni. Hátíðarávörp fluttu Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri, Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum, Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum, Þuríður Harpa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Nýprents ehf og Iðunn Helgadóttir formaður nemendafélags FNV.  Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigfús Benediktsson fluttu tvö lög og einnig Kristín Halla Bergsdóttir og Jóhanna Marín Óskarsdóttir. 
Að samkomunni lokinni var boðið upp á veitingar í matsal Árskóla en það voru kvenfélagskonur sem bökuðu. 

Eftir kaffisamsætið var haldið á Freyjugötu en þar lagði Sigríður Svavarsdóttir blóm að minnismerki um Frúarstíginn svonefnda. Frúarstígurinn var skemmtistígur sem konur á Króknum lögðu suður úr bænum 1897-1905 en þetta var fyrsta gatan á Króknum. 

Myndir segja meira en nokkur orð.

Prúðbúnar konur

 Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar

 Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri

 Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup

 Vordísin og Fúsi Ben

 Þuríður Harpa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri

 Erla Björk Örnólfsdóttir rektor

 Kristín Halla Bergsdóttir og Jóhanna Marín Óskarsdóttir

 Iðunn Helgadóttir forseti Nemendafélags FNV

 Ræðumenn dagsins

 Gestir í kaffisamsætinuGestir í kaffisamsætinuGestir í kaffisamsætinuGestir í kaffisamsætinuGestir í kaffisamsætinuGestir í kaffisamsætinuSigríður Svavarsdóttir leggur blóm að minnisvarða um FrúarstíginnMinnismerki um Frúarstíginn á Freyjugötu