Fara í efni

Hátíðarsamkoma 19. júní

18.06.2015
Konur fagna kosningarétti 1915

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna verður hátíðarsamkoma í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 19. júní og hefst hún kl 14. Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar setur samkomuna og ávörp flytja Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri, Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup, Erla Björk Örnólfsdóttir rektor, Þuríður Harpa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Nýprents ehf og Iðunn Helgadóttir formaður nemendafélags FNV. Tónlistaratriði verða í flutningi Kristínar Höllu Bergsdóttur og Jóhönnu Marínar Óskarsdóttur, Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur og Sigfúsar Benediktssonar.

Kaffiveitingar verða að samkomu lokinni í matsal Árskóla.

Allir velkomnir jafnt karlar sem konur !

Athygli er vakin á því að ráðhúsið verður lokað eftir hádegi 19. júní. Byggðarráð Skagafjarðar bókaði á fundi sínum þann 11. júní síðastliðinn að: "þeir starfsmenn sveitarfélagins sem hafa starfsskyldu þann 19. júni frá kl. 12:00 til 16:00 fái frí á umræddum tíma. Þeir starfsmenn sem starfs síns vegna geta ekki tekið frí, fá það bætt með 4 auka orlofstímum." Starfsemi og þjónusta á vegum sveitarfélagsins verður því í lágmarki eftir hádegi á morgun.