Fara í efni

17. júní hátíðarhöld

16.06.2015
17. júní á Sauðárkróksvelli

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní er á morgun og því mikið um að vera. Á Sauðárkróki leggur skrúðgangan af stað frá Skagfirðingabúð kl 13:40 en andlitsmálun fyrir börnin byrjra kl 12:30. Hátíðardagskrá á íþróttavellinum á Sauðárkróki hefst kl 14 þar sem Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar flytur hátíðarræðu og fjallkonan ljóð. Jón Arnór töframaður mætir á svæðið og síðan verða útitónleikar þar sem ýmsir stíga á stokk. Leikir og þrautir verða á vegum Húss frítímans, hoppukastalar og skátatívolí. 

Í tilefni dagsins milli kl 14 og 17 verður ýmislegt handverk sýnt við hús Alþýðulistar í Varmahlíð m.a. verður kennt að þæfa ull utanum sápu. Kaffihlaðborð verða víðsvegar um fjörðinn m.a. í Áskaffi, Ljósheimum, Lónkoti og Kaffi Krók.

Gleðilegan þjóðhátíðardag !