Fara í efni

Hreyfi-jólabingó

Sveitarfélagið hvetur til samveru fjölskyldunnar um helgina og stendur fyrir hreyfi-jólabingói þar sem fjölskyldur eru hvattar til þess að fara saman í göngutúr og reyna að fá bingó. Um er að ræða nokkurs konar ratleik þar sem þátttakendur ganga á milli staða eða jafnvel gæða sér á ýmsu góðgæti samkvæmt leiðbeiningum á bingó spjaldi. Þátttakendur taka myndir við hvern viðburð og þegar búið er að ná öllu spjaldinu eru myndirnar sendar inn hér eða á netfangið heba@skagafjordur.is. Leikurinn verður í gangi alla helgina til að dreifa fjölda fólks en senda þarf inn myndirnar fyrir miðnætti sunnudaginn 29. nóvember. Hægt er að taka þátt alls staðar í Skagafirði, en fjögur mismunandi bingóspjöld verða í boði, fyrir Hofsós, Sauðárkrók, Varmahlíð og dreifbýli Skagafjarðar.

Dregið verður úr innsendum spjöldum og verða veglegir vinningar í boði og allir hvattir til þess að taka þátt!

Spjöldin má nálgast hér:

Hofsós

Sauðárkrókur

Varmahlíð

Dreifbýli Skagafjarðar

Hægt verður að senda á inn myndirnar hér eða senda á netfangið heba@skagafjordur.is, í síðasta lagi miðnætti sunnudaginn 29. nóvember.