Fara í efni

Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 900. fundur - 06.02.2020

Til fundarins mættu Eggert Þór Kristófersson og Hinrik Örn Bjarnason til að ræða málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 169. fundur - 04.06.2020

Sviðsstjóri upplýsir nefndina um stöðu mála. Nefndin biður sviðsstjóra að halda sér áfram upplýstri um málið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 170. fundur - 30.06.2020

Farið var yfir stöðu mála.Sviðstjóra er falið að fylgjast með að verkefnið verði unnið með hag íbúa og Sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 924. fundur - 06.08.2020

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, tók þátt í umræðum undir þessum dagskrárlið í gegnum síma.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Hefur m.a. verið fjallað um málið í byggðarráði í fjórgang þar sem mætt hafa í tvígang framkvæmdastjóri og formaður stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, og forstjóri Festis hf. sem er móðurfélag N1 og framkvæmdastjóri N1 á einn fund. Þá hefur umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins einnig haft málið til umfjöllunar.

Ljóst er að umfang mengunar frá bensíntanki N1 að Suðurbraut er mikið og hefur m.a. haft þau áhrif að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur bannað afnot af íbúðarhúsnæðinu að Suðurbraut 6 þar til fullnægjandi hreinsun hefur átt sér stað. Mengunin hefur auk þess haft áhrif á starfsemi fyrirtækja á svæðinu.

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ríkra hagsmuna að gæta í málinu sem eigandi lóða og veitumannvirkja í nágrenni bensínstöðvar N1 á Hofsósi. Sama gildir um eigendur fasteigna á svæðinu, íbúa og rekstraraðila. Sveitarfélagið leggur því ríka áherslu á að N1 uppræti þá mengun sem ljóst er að orðið hefur af völdum bensínleka úr tanki N1 við Suðurbraut 9 og komist alfarið fyrir mengunina hvar sem hana er að finna. Til grundvallar aðgerðum þurfa að liggja ítarlegar rannsóknir á umfangi mengunarinnar og jarðlögum á svæðinu enda um grafalvarlegt mál að ræða þegar svo virðist sem mengunin leiti langt frá upptökum sínum, þ.m.t. í átt að sjávarkambinum vestan Suðurbrautar. Nú er orðið ljóst að N1 hefur ekki tilkynnt mengunartjónið til Umhverfisstofnunar með þeim hætti sem lög kveða skýrt á um og lítur byggðarráð það alvarlegum augum. Skorar byggðarráð á N1 að tilkynna mengunartjónið strax með þeim hætti sem vera ber.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart N1 og Umhverfisstofnun og fá frá þessum aðilum og HNV nánari upplýsingar um eðli og umfang tjónsins og þær ráðstafanir, þ.m.t. rannsóknir, sem rekstraraðili hefur þegar ráðist í og mun verða gert að ráðast í. Byggðarráð felur sveitarstjóra ennfremur að gefa skýrslu um stöðu aðgerða á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 925. fundur - 13.08.2020

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Farið yfir stöðu málsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 926. fundur - 19.08.2020

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs komu til viðræðu undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 927. fundur - 26.08.2020

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Málefni umhverfismengunar á Hofsósi rædd. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagðar fram upplýsingar frá Festi í bréfi dagsettu 18. ágúst 2020, varðandi bensínleka frá bensínstöð N1 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela Steini að framkvæmd verði sýnataka úr fráveitukerfi sveitarfélagsins á Hofsósi og að gerð verði áætlun um frekari rannsóknir á menguninni af hálfu sveitarfélagsins.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 171. fundur - 02.09.2020

Sviðsstjóri upplýsir nefndina um stöðu málsins. Búið er að semja við Verkfræðistofuna Eflu um að taka sýni úr fráveitukerfi bæjarins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 928. fundur - 02.09.2020

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Málefni umhverfismengunar á Hofsósi rædd. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu málsins og næstu skref rædd.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 929. fundur - 10.09.2020

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram tilboð frá Eflu verkfræðistofu í rannsóknir á fráveitukerfi sveitarfélagsins á Hofsósi vegna mengunarslyss. Byggðarráð samþykkir framangreint tilboð.
Farið var yfir tilboð Eflu varðandi frekari rannsóknir á jarðveginum á svæðinu og Steini falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 930. fundur - 16.09.2020

Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 931. fundur - 17.09.2020

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. september s.l. tilboð frá Eflu verkfræðistofu í rannsóknir á fráveitukerfi sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir nú að ráðast í rannsóknir á frekari umfangi mengunarinnar og samþykkir fyrirliggjandi tilboð frá Eflu verkfræðistofu. Byggðarráð harmar seinagang og aðgerðarleysi Umhverfisstofnunar í verkefninu til þessa, en telur ljóst að ekki sé hægt að bíða lengur með að fá mat á umfangi og alvarleika mengunarslyssins á landi sveitarfélagsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 940. fundur - 19.11.2020

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Undir þessum dagskrárlið komu Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra og Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til viðræðu um málið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 955. fundur - 03.03.2021

Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Baldvin Jónbjarnarson fulltrúi frá Eflu verkfræðistofu tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 956. fundur - 10.03.2021

Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Fundinn sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs auk þess sem Baldvin Jónbjarnarson starfsmaður Eflu verkfræðistofu tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 957. fundur - 17.03.2021

Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Baldvin Jónbjarnarson frá Eflu verkfræðistofu og Arnór Halldórsson hrl. tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda bréf varðandi málið til N1 ehf., Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og eigenda fasteigna á umræddu svæði við Suðurbraut.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 961. fundur - 14.04.2021

Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Undir þessum dagskrárlið tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað fulltrúar Umhverfisstofnunar, Skúli Þórðarson, Halla Einarsdóttir, Frigg Thorlacius og Kristín Kröyer. Sömuleiðis tók Arnór Halldórsson hrl., lögmaður sveitarfélagsins í þessu máli, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð lýsir vonbrigðum sínum með seinagang Umhverfisstofnunar í þessu máli sem og skort á skýrum svörum og upplýsingum um framgang málsins innan stofnunarinnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 966. fundur - 19.05.2021

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna, með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins, bótagrundvöll og móta kröfugerð gagnvart þeim sem ábyrgð bera á mengunartjóninu á Hofsósi. Jafnframt að leita allra leiða til þess að knýja fram upplýsingar, m.a. frá N1 og Umhverfisstofnun um magn og upphaf mengunar og enn fremur að leita viðræðna við N1 um fullnægjandi kortlagningu mengunar og um það hvernig heppilegast er að standa að upprætingu hennar.
Byggðarráð lýsir yfir furðu með að Umhverfisstofnun hefur ekki formlega svarað erindi sveitarfélagsins frá 17.03. 2021, þrátt fyrir loforð þar um. Er sveitarstjóra falið að ganga eftir formlegu svari við erindinu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 967. fundur - 26.05.2021

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 19. maí 2021, þar sem svarað er erindi frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar dag. 17. mars 2021. Í bréfi Umhverfisstofnunar er leitast við að veita yfirsýn yfir þau afskipti sem Umhverfisstofnun hefur haft af bensínlekanum á Hofsósi, þó ekki sé tæmandi talið.
Byggðarráð þakkar fyrir veittar upplýsingar og felur sveitarstjóra að taka efni bréfsins til skoðunar í tengslum við vinnu sem varðar bótagrundvöll og kröfugerð gagnvart þeim sem bera ábyrgð á mengunartjóninu á Hofsósi sem og vegna seinagangs í tengslum við úrbætur vegna tjónsins. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að nú þegar verði ráðist í viðeigandi og varanlegar úrbætur.

Skipulags- og byggingarnefnd - 408. fundur - 23.06.2021

Umhverfisstofnun hefur í bréfi, dags. 19.5.2021, lýst yfir að frekari rannsókna sé þörf vegna olíumengunarslyss á Hofsósi og vegna hreinsunar á svæðinu. Guðmundur Siemsen lögmaður f.h. N1, hefur í bréfi dags. 11.6.2021, tilgreint að Verkfræðistofan Verkís hafi lagt fram tillögu til Umhverfisstofnunar að sýnatökusvæðum vegna fyrirhugaðrar hreinsunar á svæðinu, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir prufuholum sem að ofan greinir, og felur skipulagsfulltrúa að gefa slík leyfi út í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123.2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021

Vísað frá 408. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. júní 2021 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
“Umhverfisstofnun hefur í bréfi dags. 19. 5.2021, lýst yfir að frekari rannsókna sé þörf vegna olíumengunarslyss á Hofsósi og vegna hreinsunar á svæðinu. Guðmundur Siemsen lögmaður f.h. N1, hefur í bréfi dags. 11.6.2021, tilgreint að Verkfræðistofna Verkís hafi lagt fram tillögu til Umhverfisstofnunar, að sýnatökusvæðum vegna fyrirhugaðrar hreinsunar á svæðinu, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir prufuholum sem að ofan greinir, og felur skipulagsfulltrúa að gefa slík leyfi út í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi?
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar telur eðlilegt að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir prufuholum sem að ofan greinir, og felur skipulagsfulltrúa að gefa slík leyfi út í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123.2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 977. fundur - 18.08.2021

Lagðar fram frumniðurstöður jarðvegsrannsóknar Verkís sem framkvæmdar voru dagana 28.-30. júní 2021, vegna olíumengunar frá bensínstöð N1, Suðurbraut 9, Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að leita til verkfræðistofunnar Eflu um mat á stöðunni.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 978. fundur - 25.08.2021

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2021 frá Eflu verkfræðistofu, varðandi mat á tillögum frá Verkís um mögulegar hreinsunaraðgerðir á Hofsósi vegna bensínleka frá bensínstöð N1.
Byggðarráð samþykkir að senda álit Eflu á tillögum á hreinsunaraðgerðum til N1 og leggur áherslu á að fyrirtækið hafi náið samráð við fasteignaeigendur um fyrirhugaðar aðgerðir og að þeim verði lokið fyrir vetrarbyrjun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 981. fundur - 15.09.2021

Lögð fram til kynningar skýrsla sem unnin var fyrir N1 hf. af verkfræðistofunni Verkís, um niðurstöður jarðvegsrannsókna og tillögur að úrbótaáætlun vegna mengunaróhappsins á Hofsósi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 985. fundur - 13.10.2021

Lögð fram tillaga Umhverfisstofnunar að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjóns á Hofsósi. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 20. október n.k.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir mati verkfræðistofunnar Eflu á framangreindri tillögu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 986. fundur - 20.10.2021

Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og einnig tók Baldvin Jónbjarnarson, jarðeðlisfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð telur að markmið með hreinsunaraðgerðunum eigi að vera að hreinsa hið mengaða svæði í heild sinni. Hreinsun í litlum áföngum muni leiða til langvarandi rasks á svæðinu. Því eigi að fjarlægja allan mengaðan jarðveg og meðhöndla hann á viðeigandi hátt þar sem aðstæður eru góðar, svo sem bent hefur verið á af hálfu verkfræðistofu. Í þessu sambandi skal bent á að á meðan Umhverfisstofnun hefur enn ekki leitast við að upplýst verði hve mikið af olíu hafi runnið úr hinum leka eldsneytistanki sé örðugt að hafa fullt traust á hreinsunarfyrirmælum stofnunarinnar sem lúta einungis að hluta útbreiðslusvæðis mengunarinnar.
Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að Umhverfisstofnun hafi ætíð samráð við sveitarfélagið þegar fjallað er um hagsmuni þess sem eiganda lands og mannvirkja á svæðinu, en á því hafi orðið misbrestur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera athugasemdir við úrbótaáætlun í samræmi við athugasemdir verkfræðistofunnar Eflu og koma framangreindum kröfum sveitarfélagsins á framfæri, með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins og með vísan til ráðlegginga Eflu. Mikilvægt er að allur réttur sé áskilinn til frekari kröfugerðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 991. fundur - 24.11.2021

Lagðar fram til kynningar niðurstöður vöktunarferðar Verkís í október 2021, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum, eftir eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 á Hofsósi.

Skipulags- og byggingarnefnd - 419. fundur - 30.11.2021

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa umsókn um framkvæmdaleyfi til staðfestingar sveitarstjórna Sveitarfélagins Skagafjarðar. Nefndin bókar jafnframt að hún telji aðgerðir ekki fullnægjandi með vísan til þess að Umhverfisstofnun tók lítið sem ekkert tillit til athugasemda sem sveitarfélagið gerði við tillögur stofnunarinnar að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjónsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 418. fundur - 30.11.2021

Vísað frá 419. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

„Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að umbeðið framkvæmdaleyfi skuli veitt. Nefndin bókar jafnframt að hún telji aðgerðir ekki fullnægjandi með vísan til þess að Umhverfisstofnun tók lítið sem ekkert tillit til athugasemda sem sveitarfélagið gerði við tillögur stofnunarinnar að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjónsins.“

Afgreiðsla 419. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 418. fundi sveitarstjórnar 30. nóvember 2021 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 992. fundur - 01.12.2021

Lögð fram fyrirmæli sem Umhverfisstofnun gaf út og kynnti á heimasíðu sinni 24.11. 2021 og varða úrbætur vegna umhverfistjóns vegna bensínmengunar frá eldsneytistanki N1 ehf. á Hofsósi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir vonbrigðum yfir hve lítið tillit Umhverfisstofnun tekur til þeirra athugasemda sem Sveitarfélagið Skagafjörður sendi inn við drög að tillögu að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjórns af völdum bensínmengunar úr olíutanki N1 við Suðurbraut á Hofsósi.
Byggðarráð áréttar að markmiðið með hreinsunaraðgerðunum hljóti að vera að hreinsa hið mengaða svæði í heild sinni. Hreinsun í litlum áföngum getur leitt til langvarandi rasks á svæðinu, auk þess sem nokkur óvissa er um árangurinn. Minnt er á að eigendur fasteigna á svæðinu hafa ekki getað búið eða stundað rekstur í þeim í um tveggja ára skeið. Í fyrirmælum Umhverfisstofnunar nú er miðað við að sog úr jarðvegi og undan húsum sé haldið við í a.m.k. tvö ár til að meta árangur hreinsunaraðgerða meðal annars með tilliti til árstíða. Jafnframt að ef fullnægjandi hreinsunarárangri hafi ekki verið náð innan þriggja ára frá þeim tíma sem loftunarbúnaður var ræstur skuli rekstraraðili senda til Umhverfisstofnunar uppfærða úrbótaáætlun.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að niðurstaða fyrirmælanna endurspegli ákveðna firringu í málinu. Byggðarráð lýsir fullri ábyrgð í málinu á hendur N1 ehf. og áskilur sér rétt til frekari kröfugerðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1001. fundur - 02.02.2022

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Verkís um niðurstöður vöktunarferðar í desember 2021 - mælingar á TVOC, í tengslum við rannsókn vegna olíulyktar eftir eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 á Hofsósi.

Byggðarráð Skagafjarðar - 19. fundur - 26.10.2022

Lagðar fram til kynningar skýrslur frá Verkís fyrir tímabilið júlí-september 2022, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 ehf. við Kaupfélag Skagfirðinga, að Suðurbraut 9 á Hofsósi.

Byggðarráð Skagafjarðar - 39. fundur - 14.03.2023

Lagðar fram til kynningar skýrslur frá Verkís, annars vegar fyrir janúar 2023 og hins vegar fyrir febrúar 2023, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 ehf. við Kaupfélag Skagfirðinga, að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
Niðurstöðurnar fyrir styrk TVOC sýna að virkt útsog á lofti vinnur gegn því að hár styrkur VOC-efna nái að komast inn í húsin við Suðurbraut. Ekki hafa mælst há gildi innanhúss eftir að blásurum var komið fyrir og hafa þau nú verið undir viðmiðunarmörkum fyrir loftgæði innanhúss skv. fyrirmælum Umhverfisstofnunar (UST, 2021) síðan í ágúst 2022. Allar mælingar úr loftunarrörum voru einnig undir settum viðmiðunarmörkum (50 ppm) nú í vöktunarferð febrúarmánaðar og hafa verið það síðan í október sl.

Byggðarráð Skagafjarðar - 40. fundur - 22.03.2023

Farið yfir upplýsingar úr eftirlitsskýrslum vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 við verslun Kaupfélags Skagfirðinga, Suðurbraut 9 á Hofsósi og vöktun á á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir. Undir þessum dagskrárlið tóku Kristín Kröyer og Sigríður Kristinsdóttir frá Umhverfisstofnun þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Samkvæmt þeirra upplýsingum er eftirlit og mælingar í þeim farvegi sem lagt var upp með. Von er á að mælingar síðari hluta þessa árs sýni hvort hreinsunaraðgerðir hafi skilað ásættanlegum árangri.