Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

992. fundur 01. desember 2021 kl. 11:30 - 12:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirmæli sem Umhverfisstofnun gaf út og kynnti á heimasíðu sinni 24.11. 2021 og varða úrbætur vegna umhverfistjóns vegna bensínmengunar frá eldsneytistanki N1 ehf. á Hofsósi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir vonbrigðum yfir hve lítið tillit Umhverfisstofnun tekur til þeirra athugasemda sem Sveitarfélagið Skagafjörður sendi inn við drög að tillögu að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjórns af völdum bensínmengunar úr olíutanki N1 við Suðurbraut á Hofsósi.
Byggðarráð áréttar að markmiðið með hreinsunaraðgerðunum hljóti að vera að hreinsa hið mengaða svæði í heild sinni. Hreinsun í litlum áföngum getur leitt til langvarandi rasks á svæðinu, auk þess sem nokkur óvissa er um árangurinn. Minnt er á að eigendur fasteigna á svæðinu hafa ekki getað búið eða stundað rekstur í þeim í um tveggja ára skeið. Í fyrirmælum Umhverfisstofnunar nú er miðað við að sog úr jarðvegi og undan húsum sé haldið við í a.m.k. tvö ár til að meta árangur hreinsunaraðgerða meðal annars með tilliti til árstíða. Jafnframt að ef fullnægjandi hreinsunarárangri hafi ekki verið náð innan þriggja ára frá þeim tíma sem loftunarbúnaður var ræstur skuli rekstraraðili senda til Umhverfisstofnunar uppfærða úrbótaáætlun.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur að niðurstaða fyrirmælanna endurspegli ákveðna firringu í málinu. Byggðarráð lýsir fullri ábyrgð í málinu á hendur N1 ehf. og áskilur sér rétt til frekari kröfugerðar.

2.Aðalgata 16c - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2111120Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 417. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 18. nóvember 2021. Eftirfarandi bókun var gerð: "Fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga óskar Sigurgísli E. Kolbeinsson eftir því að fá lóðina Aðalgötu 16c. Gerð er tillaga að sameiningu lóða, Aðalgötu 16b og Aðalgötu 16c samkvæmt meðfylgjandi updrætti. Núverandi hús á Aðalgötu 16c (Maddömukot) yrði þá fjarlægt af lóðinni, við það opnast svæði og aðgengi að gistiheimili sem stendur við Aðalgötu 16b. Komi til að af þessu verði er Kaupfélag Skagfirðinga tilbúið til að sjá um og kosta flutning á því húsi sem nú stendur á lóð Aðalgötu 16c.
Lóðauppdráttur er unnin á VERKÍS hf. Verkfræðistofu / Magnús Ingvarsson kt.171160-3249. Uppdrátturinn er í verknúmeri 20027 blað A3 mkv. 1:500, dagsettur 03.nóv 2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa beðni um flutning til byggðarráðs þar sem um er að ræða hús í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar hvað varðar mögulegan flutning og not hússins, með tilliti til verndarsvæðis í byggð og starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að afla upplýsinga um fyrirhuguð afnot lóðarinnar.

3.Gjaldskrá leikskóla 2022

Málsnúmer 2110159Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum. Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða.
Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

4.Gjaldskrá grunnskóla 2022

Málsnúmer 2110158Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár í grunnskóla. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 223 krónum í 231 krónu eða um 8 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 463 krónum í 479 krónur eða um 16 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 602 krónum í 623 krónur eða um 21 krónu. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 267 krónum í 276 krónur eða um 9 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Að gjaldskrá matarkostnaðar í grunnskóla og heilsdagsskóla ásamt dvalargjöldum í heilsdagsskóla verði ekki hækkuð árið 2022. Tillagan borin undir atkvæði. Tillagan felld með þremur atkvæðum. Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða.
Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

5.Gjaldskrá tónlistarskóla 2022

Málsnúmer 2110160Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 173. fundi fræðslunefndar þann 23. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

6.Gjaldskrá Húss frítímans 2022

Málsnúmer 2110148Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði fyrir leigu á húsinu.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2022

Málsnúmer 2110147Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki frá og með 1. janúar 2022. Tillagan felur í sér 3,5% hækkun að jafnaði.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Vinnuskólalaun 2022

Málsnúmer 2110251Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að laun í Vinnuskóla taki mið af launaflokki 117 í kjarasamningi á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags og verði sem hér segir: Grunnlaun þann 1. janúar 2022 pr. klukkustund er 2.233 krónur samkvæmt kjarasamningnum. 10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.117 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 22.56%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann. 9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 893 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 19.09%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann. 8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 670 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 6.33%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann. 7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 581 krónur á tímann. Hækkun milli ára er 1.86%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann. Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Grunnupphæðir fjárhagsaðstoðar 2022

Málsnúmer 2110163Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2022 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2022 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2021. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2022 er því 252.093 kr.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Greiðslur v þjónustu stuðningsfj. við fötluð börn 2022

Málsnúmer 2110164Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna hækki um 3.5% að jafnaði og verði eftirfarandi frá 1.janúar 2022. 1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 23.400 fyrir hvern sólarhring. 2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru kr. 20.700 fyrir hvern sólarhring. 3 fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru kr. 18.700 fyrir hvern sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2022

Málsnúmer 2110177Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 3,5% úr 600 kr. í 621 fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Gjaldskrá heimaþjónustu 2022

Málsnúmer 2110165Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 296. fundi félags- og tómstundanefndar þann 22. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2022 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar.
Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Gjaldskrá vatnsveitu 2022

Málsnúmer 2110132Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 83. fundi veitunefndar þann 25. nóvember 2021 með eftirfarandi bókun: "Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2022. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.
Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu byggðaráðs. Árni Egilsson sat þennan lið."
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með þremur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 12:40.