Fara í efni

Fatlað fólk

Fatlað fólk getur þurft á stuðningi að halda til að lifa sjálfstæðu og innihlaldsríku lífi á eigin forsendum og taka virkan þátt í samfélaginu. Skagafjörður hefur samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) að leiðarljósi í þjónustu við fatlað fólk og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar fötluð börn og fjölskyldur þeirra eiga í hlut. Með því fellst viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og því að fatlað fólk njóti mannréttinda til jafns við aðra. Unnið er eftir aðferðarfræði Þjónandi leiðsagnar og Valdeflingar.

Til að eiga rétt á þjónustu þurfa umsækjendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Eiga lögheimili í Skagafirði, Húnaþingi vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Skagaströnd
  • Vera metin í þörf fyrir stuðning samkvæmt reglum Skagafjarðar
  • Foreldrar hafi forsjá með þeim börnum sem stuðningur snýr að

Fyrsta skrefið í að sækja um þjónustu er að bóka samtal hjá ráðgjafa.

Húsnæði fyrir fatlað fólk

Fatlað fólk sem fellur undir reglur Skagafjarðar um félagslegt húsnæði getur sótt um félagslega leiguíbúð Skagafjarðar á Mínum síðum. Á eyðublaðinu skal merkja við ef þörf er á sérúbúnu eða sérstöku húsnæði vegna fötlunar og skal þá gera mat á þeirri þörf áður en íbúð er útlutað. Þjónustukjarnar þar sem veitt er sólarhringsþjónusta eru á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga.

Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Er ætluð einstaklingum sem eiga lögheimili í Skagafirði sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar þurfa stuðning við að sækja atvinnu, nám og/eða notið tómstunda og afþreyingar. Megintilgangurinn er að fólk geti stuðndað vinnu, nám notið heilbrigðsþjónustu, hæfingar og þjálfunar hvers konar og tómstunda. Þjónustusvæði akstursþjónustunnar er Skagafjörður.

Atvinna og virkni

Fólki með langvarandi stuðningsþarfir er boðin þjónusta í formi virkni, hæfingar, umönnunar og afþreyingar. Iðja hæfing er á Sauðárkróki, Hvammstanga og Blönduósi.

Atvinna með stuðningi ( AMS ) er árangursrík leið fyrir þá sem þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Vinnubrögðin fela í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skrerta vinnugetu vegna andlegrar og / eða líkamlegrar fötlunar, aðstoð við að finna rétta starfið og veita stuðning á nýjum vinnustað. Frekari upplýsigar er að finna á vef Vinnumálastofnunar þar sem hægt er að sækja um.

Notendastýrð persónuleg aðst

Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Fatlað fólk með NPA stýrir sjálft fyrirkomulagi þjónustunnar, ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð og hver veitir hana. Fyrsta skrefið í að sækja um NPA er að bóka samtal hjá ráðgjafa.

Styrkir til náms og verkfæra- og tækjakaupa

Samkvæmt 25. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 er heimilt að veita fötluðu fólki styrk eða fyrirgreiðslu vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir:

  • Styrk til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni.
  • Styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga.

Einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir

Fatlað fólk sem hefur þörf fyrir viðvarandi þjónustu félags-, mennta- og heilbrigðiskerfisins getur átt rétt á einstaklingsbundinni þjónustuáætlun. Áætlunnni er ætlað að tryggja samfellu með því að skýra hlutverk og þjónutuveitingu hvers og eins aðila. Notandi kemur að gerð einstaklingsbundinnar þjónustuáætlunar.

Skammtímadvöl

Skammtímadvöl er fyrir fötluð börn og ungmenni. Börn geta dvalið þar allt að 15 sólarhringa í mánuði. Hlutverk skammtímadvalar er að veita börnum kost á að dvelja tímabundið utan heimilis síns og veita fjölskyldum þeirra stuðning.

Stuðningsfjölskyldur

Stuðningsfjölskyldur veita foreldrum barna stuðning við foreldrahlutverkið. Hlutverk þeirra er m.a. að veita foreldrum tækifæri til hvíldar, styrkja stuðningsnet barnanna og auka möguleika þeirra á félagslegri þátttöku. Sótt er um rekstrarleyfi sem stuðningsfjölskylda hjá Gæða – og eftirlitsstofnun velferðarmála.

Ráðgefandi hópur um aðgengismál

Starfandi er ráðgefandi hópur um aðgengismál í Skagafirði. Hópurinn heyrir beint undir byggðarráð. Í ráðgjafahópnum eiga sæti fjórir fulltrúar sem skipaðir eru af byggðarráði og skiptast þannig að tveir fulltrúar eru frá sveitarfélaginu, einn fulltrúi frá Sjálfsbjörg í Skagafirði og einn fulltrúi frá Þroskahjálp í Skagafirði. Formaður hópsins skal vera frá sveitarfélaginu Skagafirði. Með hópnum starfar sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sem jafnframt er aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins.

Markmiðið hópsins er að yfirfara fyrirhugaðar framkvæmdir hjá sveitarfélaginu með tilliti til aðgengis, koma með tillögur um endurbætur á aðgengi og forgangsröðun þeirra. Tillögurnar eru hafðar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlana hvers árs.

Helstu hlutverk hópsins eru:

  • Að vera til ráðgjafar í málefnum tengdum aðgengismálum.
  • Að gera tillögur um markmið og úrbætur í aðgengismálum hjá sveitarfélaginu
  • Að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið sveitarstjórnar í aðgengismálum nái fram að ganga.
  • Að sinna stefnumótunarverkefnum í aðgengismálum hjá sveitarfélaginu.
  • Að vinna að því að efla vitund íbúa sveitarfélagsins á mikilvægi aðgengis.
  • Að koma með tillögur að merkingum.
  • Að sjá til þess að lögum, reglum og fyrirmælum um aðgengi fatlaðra sé fylgt.

Í störfum sínum skal hópurinn taka mið af þeim lögum og reglugerðum sem gilda um starfssvið hópsins. Þá skal hópurinn fylgja sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar eins og þau eru hverju sinni.

Hægt er að senda ábendingar um aðgengismál á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is.