Fara í efni

Þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð Skagafjarðar sér um margvísleg viðhalds- og framkvæmdaverkefni fyrir Skagafjörð. 

Hlutverk þjónustumiðstöðvar er að sjá um almenna þjónustu við íbúa svo sem viðhald og rekstur gatna, holræsa og umferðarmannvirkja. Einnig sér þjónustumiðstöð um rekstur tækja og bíla sveitarfélagsins. 

Þjónustumiðstöð Sauðárkróki
Borgarflöt 27
Sauðárkróki
Sími 455 6200

Opnunartími
Mánudaga - fimmtudaga: 08:00-12:00 og 13:00-16:00,
föstudaga: 8:00-12:00

Verkefni þjónustumiðstöðvar

  • Viðgerðir og viðhald á fráveitukerfum.
  • Viðhald og viðgerðir á gatnakerfi, gangstéttum og kantsteinum.
  • Hreinsun/sópun gatna, gangstétta og plana.
  • Viðhald fasteigna sveitafélagsins í samstarfi við eignarsjóð.
  • Umsjón og eftirlit með verktökum í snjómokstri og hálkuvörnum.
  • Vinna við snjómokstur og hálkuvarnir á gangstéttum á Sauðárkróki.
  • Uppsetning og viðhald á umferðarmerkjum/skiltum.
  • Eftirlit, hreinsun og viðhald stormræsa.
  • Eftirlit, hreinsun og viðhald útrása.
  • Götumerkingar.
  • Viðhald og þjónusta við stofnanir sveitarfélagsins.
  • Eftirlit með malarnámum.
  • Eftirlit með jarðvegstipp.
  • Eftirlit og umhirða losunarsvæða garðaúrgangs.
  • Viðhald og umhirða leiktækja til móts við garðyrkjudeild Skagafjarðar.
  • Ýmis þjónusta við garðyrkjudeild Skagafjarðar t.a.m. smíðavinna og viðgerðir.
  • Rekstur og viðhald allra ökutækja og vinnuvéla sveitarfélagsins.
  • Áfylling á alla birgðakassa hálkuvarnarefna sem finna má út um allt hérað, m.a. við þjónustumiðstöð á Sauðárkróki, við þjónustumiðstöð á Hofsósi, við sundlaugina í Varmahlíð, við Sólgarða í Fljótum og við leikskólann á Hólum .
  • Eftirlit með gæludýrum, skráningu, örmerkjum o.s.frv. í samstarfi við fulltrúa landbúnaðarmála.
  • Móttaka og geymsla dýra, lifandi sem látinna. Dýr eru vistuð í tvo sólarhringa og ef enginn finnst eigandinn er viðeigandi ferli hafið eftir atvikum.
  • Aðstoð við fulltrúa landbúnaðarmála á ýmsan máta.
  • Eftirlit og viðhald með götulýsingu gatna og stíga.
  • Skráning og eftirlit á rotþróm.
  • Eftirlit með verktökum við losun rotþróa.
  • Flöggun á ljósastaura.
  • Jólaskreytingar á ljósastaura.
  • Útvegun og uppsetning á jólatré við sumar stofnanir sveitafélagsins sem og frágangur á þeim..
  • Holufyllingar á malbiki (kaldbik).
  • Þjónusta við íþróttavöll, m.a. snjómokstur og hálkuvarnir ásamt ýmsu viðhaldi og nýsmíði.
  • Þjónusta við íþróttahús, flutningar, viðhald tækja og búnaðar.
  • Ýmis verkefni í samvinnu við eignasjóð, t.a.m. uppsetning á þvottavélum, þurrkurum, uppþvottavélum og fleiru.