Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

977. fundur 18. ágúst 2021 kl. 14:45 - 15:18 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka mál 2104151-Sameining sveitarfélaga á dagskrá með afbrigðum.
Stefán Vagn Stefánsson og Ólafur Bjarni Haraldsson tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Lagðar fram frumniðurstöður jarðvegsrannsóknar Verkís sem framkvæmdar voru dagana 28.-30. júní 2021, vegna olíumengunar frá bensínstöð N1, Suðurbraut 9, Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að leita til verkfræðistofunnar Eflu um mat á stöðunni.

2.Aðalfundur Norðurár bs

Málsnúmer 2108107Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um aðalfund Norðurár bs., þann 2. september 2021 í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

3.Sameining sveitarfélaga

Málsnúmer 2104151Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að skipa Álfhildi Leifsdóttur, Jóhönnu Ey Harðardóttur, Gísla Sigurðsson, Ingu Huld Þórðardóttur og Sigfús Inga Sigfússon í verkefnahóp með fulltrúum Akrahrepps vegna hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.

4.Fundur um skilavegi og fylgiskjal um ástand - Skagafjörður

Málsnúmer 2108106Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2021, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fundarboð á fjarfund þann 20. ágúst 2021, með fulltrúum sambandsins og Vegagerðarinnar. Tilefni fundarins er að kynna skýrslu starfshóps um skil á þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 15:18.