Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

956. fundur 10. mars 2021 kl. 11:30 - 15:16 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Byggðarráð samþykkir í upphafi fundar að taka mál 2103109 Ábendingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina á Hofsósi, á dagskrá með afbrigðum.

1.Deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki

Málsnúmer 1901189Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi deiliskipulag hafnarsvæðis Sauðárkrókshafnar. Fundinn sátu fulltrúar frá Stoð verkfræðistofu, Eyjólfur Þórarinsson, Árni Ragnarsson og Björn Magnús Árnason, Dagur Þ. Baldvinsson yfirhafnarvörður, Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs svo og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Guðlaugur Skúlason varaformaður.

2.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 2011121Vakta málsnúmer

Málið áður á 940. fundi byggðarráðs þann 19. nóvember 2021 og samþykkti ráðið að óska eftir kynningu á verkefninu frá félagsmálaráðuneytinu. Fulltrúar ráðuneytisins, Linda Rós Alfreðsdóttir og Hrafnhildur Kvaran kynntu verkefnið í gegnum fjarfundabúnað.

3.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Fundinn sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs auk þess sem Baldvin Jónbjarnarson starfsmaður Eflu verkfræðistofu tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.

4.Ársalir skólabygging

Málsnúmer 2008143Vakta málsnúmer

Umræður um viðbyggingu við leikskólann Ársali. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ráðast í gerð útboðs á framkvæmdinni.

5.Framkvæmdir og viðhald 2021

Málsnúmer 2102303Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu mála varðandi framkvæmdir og meira háttar viðhald ársins 2021.

6.Lindargata 1 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarelyfis

Málsnúmer 2103032Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103030 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02. 2021. sækir Tómas H. Árdal, f.h. Spíra ehf., kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Lindargötu 1, 550 Sauðárkróki. Hótel Tindastóll fnr. 213-1973.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

7.Lindargata 3 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2103033Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103031 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02. 2021 sækir Tómas H. Árdal, f.h. Spíra ehf., kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Lindargötu 3, 550 Sauðárkróki. Hótel Tindastóll fnr. 213-1975.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Aðalgata 7 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2103034Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. mars 2021, úr máli 2103036 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 22.02.2021. sækir Tómas H. Árdal, f.h. Stá ehf., kt. 520997-2029, um leyfi til að reka veitingahús í flokki II að Aðalgötu 7, 550 Sauðárkróki. Mælifell, Aðalgötu 7, fnr. 213-1110.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

9.Keldudalur sumarhús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2103068Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2021, úr máli 2101352 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 26.01. 2021. sækir Guðrún Lárusdóttir, kt. 240866-5799, Keldudal, 551 Sauðárkrókur, um leyfi til að reka gististað í flokki II í sumarhúsi, gestahús Keldudal, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2267660.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

10.Keldudalur Leifshús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2103069Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 3. mars 2021, úr máli 2103060 hjá sýslumannembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 03.03. 2021. sækir Guðrún Lárusdóttir, kt. 240866-5799, Keldudal, 551 Sauðárkrókur, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Keldudal, Leifshús, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2337407.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

11.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2103037Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Mælifelli, frímúrarastúku, dagsett 2. mars 2021 um lækkun fasteignaskatts 2021 vegna fasteignarinnar F2256680, Borgarmýri 1A, Sauðárkróki.
Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.

12.Fulltrúaráðsfundur Stapi lífeyrissjóður

Málsnúmer 2103061Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dagsett 2. mars 2021, frá Stapa lífeyrissjóði. Boðað er til rafræns fulltrúaráðsfundar sjóðsins þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 16:00. Fulltrúaráðið er skipað þeim sem tilnefndir voru á ársfund sjóðsins þann 30. júní 2020 sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa. Á 920. fundi byggðarráðs þann 24. júní 2020 var samþykkt að Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs yrði fulltrúi sveitarfélagsins.

13.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga stjórnskipunarlög (kosningaaldur)

Málsnúmer 2102248Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. febrúar 2021 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál. Óskað er eftir umsögnum frá öllum sveitarfélögum og öllum ungmennaráðum sveitarfélaga.
Byggðarráð telur eðlilegt að sjálfræðisaldur og kosningaaldur fari saman.

14.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um breytingu á lögum um sveitarstjórnarkosningar (kosningaaldur)

Málsnúmer 2103028Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. mars 2021 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Byggðarráð telur eðlilegt að sjálfræðisaldur og kosningaaldur fari saman.

15.Ábendingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina á Hofsósi

Málsnúmer 2103109Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 7. mars 2021 frá skipstjórum og eigendum báta sem gerðir eru út frá Hofsósi, varðandi ábendingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

16.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 2103042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. mars 2021 frá Jafnréttistofu varðandi áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Fundi slitið - kl. 15:16.