Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

967. fundur 26. maí 2021 kl. 11:30 - 12:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 2105261, Niðurfelling gatnagerðargjalda, fyrir á dagskrá með afbrigðum.

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 19. maí 2021, þar sem svarað er erindi frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar dag. 17. mars 2021. Í bréfi Umhverfisstofnunar er leitast við að veita yfirsýn yfir þau afskipti sem Umhverfisstofnun hefur haft af bensínlekanum á Hofsósi, þó ekki sé tæmandi talið.
Byggðarráð þakkar fyrir veittar upplýsingar og felur sveitarstjóra að taka efni bréfsins til skoðunar í tengslum við vinnu sem varðar bótagrundvöll og kröfugerð gagnvart þeim sem bera ábyrgð á mengunartjóninu á Hofsósi sem og vegna seinagangs í tengslum við úrbætur vegna tjónsins. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að nú þegar verði ráðist í viðeigandi og varanlegar úrbætur.

2.Nýja-Skarð frístundahús- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2105178Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 18. maí 2021, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 17.05. 2021. sækir Torfi Ólafsson, kt. 260451-2199, Skarði, 551 Sauðárkrókur, f.h. Skarðs ehf., kt. 430901-2140, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Nýja-Skarði, 551 Sauðárkrókur. Fnr. 2508028. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Niðurfelling gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2105261Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á íbúðarhúsalóðunum Laugaveg 19 og Birkimel 29 og Birkimel 30 í Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Nýjar lóðir sem auglýstar verða til úthlutunar í kjölfar deiliskipulagsferlis fyrir frekari íbúðabyggð við Birkimel munu bera full gatnagerðargjöld enda verður gjaldinu varið til nýrrar gatnagerðar í tengslum við fyrirhugaða íbúðabyggð.

4.Samráð; Hvítbók um byggðamál

Málsnúmer 2105129Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 115/2021, Hvítbók um byggðamál. Umsagnarfrestur er til og með 31.05.2021.

Fundi slitið - kl. 12:30.