Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

985. fundur 13. október 2021 kl. 11:30 - 12:42 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2002003 á dagskrá með afbrigðum.

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Umhverfisstofnunar að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjóns á Hofsósi. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 20. október n.k.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir mati verkfræðistofunnar Eflu á framangreindri tillögu.

2.Leiðbeiningar og fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 2110024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 4. október 2021 til allra sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur á grundvelli 2.mgr. 19.gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Nýju leiðbeiningarnar taka mið af nýsamþykktum lögum nr. 96/2021 um breytingar á sveitarstjórnarlögum, en með lögunum voru heimildir sveitarfélaga til að mæla fyrir um rafræna þátttöku nefndarmanna á fundum á vegum sveitarfélaga rýmkaðar. Leiðbeiningarnar verða birtar í Stjórnartíðindum á næstu dögum og taka þá gildi. Samhliða nýjum leiðbeiningum um ritun fundargerða og um fjarfundi hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa breytingar á samþykktum sveitarfélagsins.

3.Samstarf í starfrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2110077Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, dagsett 7. október 2021 varðandi þátttöku og framlög til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Nú liggur fyrir áætlun um stafræn verkefni ársins 2022 á grundvelli forkönnunar meðal sveitarfélaga. Tilgangur þessa bréfs er að kynna þessa áætlun fyrir sveitarfélögum, leita eftir þátttöku þeirra í þeim sem og að benda þeim á að gera ráð fyrir framlögum vegna þeirra og grunnframlags í fjárhagsáætlun 2022.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þessu verkefni og mun gera ráð fyrir fjárframlagi í fjárhagsáætlun 2022-2025.

4.Stofnframlög ríkisins - Opið fyrir umsóknir

Málsnúmer 2110032Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 4. október 2021, frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins í seinni úthlutun ársins vegna almennra íbúða. Umsóknarfrestur er til 24. október 2021.

5.Kaldavatnsveitur - nýir notendur

Málsnúmer 2109373Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi bókun frá 81. fundi veitunefndar þann 30. september 2021: "Borist hafa óskir um að tengjast kaldavatnsveitum Skagafjarðarveitna í dreifbýli. Veitunefnd tekur ekki afstöðu til málsins og vísar erindinu til sveitarstjórnar til stefnumótandi ákvörðunar. Veitunefnd felur sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að svara fyrirspyrjendum."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða veitunefnd ásamt sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs til viðræðna um erindið.

6.Frjálsíþróttaaðstaða, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja - Þjóðarleikvangur

Málsnúmer 2110026Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ), dagsett 4. október 2020, þar sem sveitarfélaginu er þakkaður stuðningur og velvilji í garð íþrótta þ.m.t. frjálsíþrótta vill FRÍ senda hvatningu til handa sveitarfélaginu er varðar áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum og minna á mikilvægi þess. Að í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022 og rammafjárhagsáætlun næstu ára, sé gert ráð fyrir að fyrirliggjandi keppnis- og æfingaaðstæður fyrir frjálsíþróttir verði alltaf fullnægjandi. Jafnt sem hugað sé að nýframkvæmdum í fjármálaáætlun næstu ára s.s. með undirbúningi, áætlunargerð, skipulagsgerð og annarri fjárfestingar- og þróunarvinnu.
Byggðarráð þakkar góð orð og hvatningu til að halda áfram að gera vel. Áform eru uppi um uppbyggingu og viðhald íþróttavalla í sveitarfélaginu.

7.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 2109314Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2021. Viðaukinn inniheldur launaleiðréttingar vegna aukins álags og vanmönnunar m.a. vegna Covid-19, veikinda og styttingar vinnutíma hjá vaktavinnufólki sem nema um 162,7 mkr. Tekjur eru leiðréttar um 194,6 mkr. til hækkunar nettó. Þar af hækkun útsvars um 65 mkr., endurgr. sveitarf. vegna samstarfs um málefni fatlaðs fólks 28,7 mkr. Framlag Jöfnunarsjóðs til málefna fatlaðs fólks er lækkað um 28,7 mkr. til samræmis við áætlun sjóðsins (útg.2) og útgjaldajöfunarframlag hækkað um 32 mkr. Annar rekstrarkostnaður hækkaður um 29,3 mkr., þar af eru sorpmál hækkuð um 22 mkr., snjómokstur um 9 mkr. og umhverfismál 13,5 mkr., aðallega vegna jarðfalls í Varmahlíð. Einnig eru NPA samningar lækkaðir um 13 mkr. og ýmiss annar kostnaður lækkaður um 2,8 mkr. Fjármagnsliðir hækkaðir um 54,7 mkr. vegna mun hærri verðbólgu en lagt var upp með við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Framkvæmdafé eignasjóðs lækkað um 7,2 mkr. og fjármagn fært á milli framkvæmda. Fjárfestingafé hafnarsjóðs er hækkað um 17 mkr. og fé flutt á milli verkefna. Nettó breyting á fjárfestingum er til hækkunar um 9,8 mkr. Gert er ráð fyrir að mæta þessum fjárútgjöldum með hækkun skammtímaskulda um 54 mkr. annars vegar og hins vegar með lækkun á handbæru fé um 15,5 mkr.
Byggðaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Útsvarshlutfall í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2022

Málsnúmer 2110018Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2022 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2021.
Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2022 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.

9.Héraðsbókasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2110044Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til byggðarráðs frá 92. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Héraðsskjalasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2110042Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til byggðarráðs frá 92. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Listasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2022

Málsnúmer 2110045Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2022 var vísað til byggðarráðs frá 92. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Drög að breytingarreglugerð í Samráðsgátt - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

Málsnúmer 2110066Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til allra sveitarfélaga frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 6. október 2021 varðandi drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Sveitarfélögum og öðrum hagaðilum er veitt færi á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum vegna breytingarinnar í Samráðsgátt til lok dags 20. október 2021.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að rýna málið og það tekið aftur á dagskrá næsta fundar.

13.Húsnæðisáætlunum skilað rafrænt og á stöðluðu formi frá og með 2022.

Málsnúmer 2110060Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur 5. október 2021 þar sem hvatt er til að húsnæðisáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2022, verði skilað á stafrænu formi til stofnunarinnar.

Fundi slitið - kl. 12:42.