Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

957. fundur 17. mars 2021 kl. 14:30 - 16:06 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál 2103207 Framtíðaruppbygging leikskólarýma á Sauðárkróki á dagskrá með afbrigðum.

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Farið yfir mál vegna jarðvegsmengunar á Hofsósi sem stafar frá eldsneytisafgreiðslu N1 á staðnum. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Baldvin Jónbjarnarson frá Eflu verkfræðistofu og Arnór Halldórsson hrl. tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda bréf varðandi málið til N1 ehf., Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og eigenda fasteigna á umræddu svæði við Suðurbraut.

2.Strandveiðar - stuðningur

Málsnúmer 2103182Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. mars 2021 frá Magnúsi Jónssyni, formanni Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar varðandi umsögn um frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóta), 418. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar styður framkomnar hugmyndir Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar um 48 daga sóknartímabil á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst.

3.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2021

Málsnúmer 2103155Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett fundarboð, móttekið 11. mars 2021, um aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., föstudaginn 26. mars 2021. Sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðla skv. hlutafélagalögum (nr. 2/1995). Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins.

4.Framtíðaruppbygging leikskólarýma á Sauðárkróki

Málsnúmer 2103207Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 16. mars 2021 um þörf á leikskólarými á Sauðárkróki 2021.

5.Samráð; Drög um breytingu á reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda

Málsnúmer 2103128Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2021, þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 74/2021, "Drög að reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda". Umsagnarfrestur er til og með 24.03.2021.

6.Samráð; Reglugerð um umsókn um samþykki ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar á grundvelli 10. gr. a jarðalaga

Málsnúmer 2103139Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2021 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 75/2021, "Reglugerð um umsókn um samþykki ráðherra fyrir ráðstöfun fasteignar á grundvelli 10. gr. a jarðalaga.". Umsagnarfrestur er til og með 25.03.2021.

7.Samráð;Tillaga um útboð á ljósleiðaraþráðum Atlantshafsbandalagsins

Málsnúmer 2103157Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2021 þar sem utanríkisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 77/2021, "Tillaga um útboð á ljósleiðaraþráðum Atlantshafsbandalagsins". Umsagnarfrestur er til og með 02.04.2021.
Byggðarráð tekur undir markmið tillögunnar.

Fundi slitið - kl. 16:06.