Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

928. fundur 02. september 2020 kl. 10:00 - 12:57 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Axel Kárason
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Freyjugata Sauðárkróki - umsókn um lóð - Freyjugötureitur

Málsnúmer 1905113Vakta málsnúmer

Fulltrúar Hrafnshóls ehf. Ómar Guðmundsson, Friðrik Friðriksson kynntu áform um uppbyggingu íbúða við Freyjugötu auk Sigurðar Garðarssonar sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Fulltrúar skipulags- og byggingarnefndar sátu fundinn einnig undir þessum dagskrárlið ásamt Rúnari Guðmundssyni skipulagsfulltúa sem tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samningsgerð um uppbyggingu á reitnum við Freyjugötu við Hrafnshól ehf.

2.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur undanfarið haft til umfjöllunar og athugunar mengunarslys sem tengist bensínstöð N1 að Suðurbraut 9 á Hofsósi. Málefni umhverfismengunar á Hofsósi rædd. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu málsins og næstu skref rædd.

3.Framkvæmdir og viðhald 2020

Málsnúmer 2005107Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sviðssjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir viðhalds- og nýframkvæmdir ársins 2020.

4.Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis

Málsnúmer 2008142Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 24. ágúst 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi úttekt ráðuneytisins á þeim samningum sem Sveitarfélagið Skagafjörður starfaði eftir þegar úttektin var gerð í upphafi árs 2018. Ráðuneytið gerir athugasemdir við stofnsamning Norðursorps (Norðurá) bs. frá árinu 2005. Einnig samning um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá árinu 2017 og samkomulag um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra frá sama ári. Að lokum er gerð athugasemd við samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um ýmsa þjónustu frá árinu 1999 og samkomulag um rekstur Varmahlíðarskóla, Tónlistarskóla Skagafjarðar og leikskólans Birkilundar, milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, frá árinu 1999. Á árinu 2019 var gerður þjónustusamningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem uppfyllir þau skilyrði sem krafist er og tók hann gildi 1. janúar 2019 og féllu framangreindir samningar þá úr gildi.
Ráðuneytið beinir því til sveitarfélagsins í framangreindu erindi að það yfirfari framangreinda samninga og bæti úr annmörkum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að endurskoða samningana í samráði við viðkomandi samstarfsaðila.

5.Tímatákn ehf. - aðalfundur 2020

Málsnúmer 2008222Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Tímatákns ehf. árið 2020.

Fundi slitið - kl. 12:57.