Fara í efni

Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 152. fundur - 14.08.2008

Aðalskipulag Skagafjarðar.

Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Pál Zóphóníasson ráðgjafa Lendisskipulagi, Sigríði Droplaugu Jónsdóttur VSÓ Ráðgjöf og Eyjólf Þór Þórarinsson sem kemur frá Stoð ehf. Verkfræðistofu. Komu þau á fund fund nefndarinnar vegna vinnu við Aðalskipulag Skagafjarðar 2005-2012. Páll Zóphóníasson fór yfir skipulagstillöguna, uppdrætti og greinargerð og Sigríður Droplaug fór yfir umhverfisskýrslu sem er hluti skipulagstillögunnar. Stefnt á að kynna Aðalskipulagstillöguna á almennum fundi um miðjan september og í framhaldi af þeim fundi verði lagt til við sveitarstjórn að óska heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna.

Skipulags- og byggingarnefnd - 158. fundur - 30.10.2008

Aðalskipulag Skagafjarðar. Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Pál Zóphóníasson ráðgjafa frá Lendisskipulagi og Eyjólf Þór Þórarinsson, sem kemur frá Stoð ehf. Verkfræðistofu. Þeir komu á fund nefndarinnar vegna vinnu við Aðalskipulag Skagafjarðar 2005-2012. Páll Zóphóníasson fór yfir skipulagstillöguna, uppdrætti og greinargerð. Skipulagsvinnan er nú á lokastigi.

Skipulags- og byggingarnefnd - 159. fundur - 14.11.2008

Aðalskipulag Skagafjarðar, 2005-2017. Málið áður á dagskrá nefndarinnar á fundi sem haldinn var 30.10.sl. að Löngumýri þar sem farið var yfir tillögurnar með Páli Zóphóníassyni og Eyjólfi Þór Þórarinssyni ráðgjöfum. Í dag liggja fyrir þær breytingar og endurbætur sem á tillögunni voru gerðar. Stefnt á að afgreiða Aðalskipulagstillöguna á næsta fundi til Sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Lagt fram á 237. fundi sveitarstjórnar 18.11.08.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 237. fundur - 18.11.2008

Afgreiðsla 159. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 237. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 160. fundur - 19.11.2008

Aðalskipulag Skagafjarðar, 2005-2017. Tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2005 - 2017 tekin fyrir. Aðalskipulagstillagan samanstendur af greinargerð, umhverfisskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti og samsettum þéttbýlisuppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu Sveitarstjórnar og óskar eftir heimild Sveitarstjórnar til að kynna tillöguna á opnum borgarafundi. Gísli Árnason bókar að hann telur eðlilegt að fresta ákvörðunartöku um línuleið 220 kV háspennulínu á allri lagnaleið línunnar, þar með talið frá sveitarfélagsmörkum að Kolgröf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 238. fundur - 02.12.2008

Gísli Árnason lagði fram bókun:
?Undirritaður telur eðlilegt að fresta ákvörðunartöku um línuleið 220 kV háspennulínu á allri lagnaleið línunnar, þar með talið frá sveitarfélagsmörkum að Kolgröf. Ennfremur sé ég ekki fyrir mér að framtíðarstaður fyrir sorpurðun verði að Brimnesi en líkur eru á því að svo verði ekki.?
Gísli Árnason VG.
Ósk Skipulags- og byggingarnefndar um heimild til að kynna Aðalskipulagstillögu Skagafjarðar á opnum borgarafundi borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 160. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 238. fundi sveitarstjórnar 02.12.08 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 162. fundur - 03.12.2008

Gert er ráð fyrir að kynna Aðalskipulagstillöguna á almennum fundi í viku 51 2008.

Skipulags- og byggingarnefnd - 163. fundur - 17.12.2008

Aðalskipulag Skagafjarðar. Opinn kynningarfundur haldinn í Safnahúsinu við Faxatorg vegna vinnu við gerð Aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, Auk nefndar-og starfsmanna voru mættir ráðgjafarnir Árni Ragnarsson og Páll Zóphóníasson frá Lendisskipulagi, Sigríður Droplaug Jónsdóttir VSÓ Ráðgjöf og Eyjólfur Þór Þórarinsson frá Stoð ehf.verkfræðistofu. Að loknum inngangsorðum Einars E. Einarssonar formanns skipulags ? og byggingarnefndar tók Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri við fundarstjórn. Páll Zóphóníasson kynnti Aðalskipulagstillöguna,fór yfir tillögur og markmið og útskýrði þann lagaramma sem aðalskipulag byggir á. Sigríður Droplaug gerði grein fyrir helstu atriðum umhverfisskýrslu sem er hluti aðalskipulagstillögunnar. Að því loknu var orðið gefið laust og svöruðu ráðgjafar og nefndarmenn fyrirspurnum úr sal. Fleira ekki gert. Formaður sleit fundi og þakkaði fundarmönnum öllum góða fundarsetu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 164. fundur - 18.12.2008

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir við Sveitarstjórn að 5. tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði send Skipulagsstofnun með ósk um heimild til að auglýsa Skipulagstillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Gildistími skipulagstillgunar verði 2009-2021.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Lagt fram á 239. fundi sveitarstjórnar 18.12.08.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Lagt fram á 239. fundi sveitarstjórnar 18.12.08.

Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Undirritaður ítrekar bókun fulltrúa VG á sveitarstjórnarfundi 2. desember síðastliðinn um að eðlilegt sé að fresta ákvarðanatöku um línuleið 220 kV háspennulínu á allri lagnaleið línunnar, þar með talið frá sveitarfélagsmörkum að Kolgröf. Ennfremur sé ótækt að gert sé ráð fyrir sorpurðun í nágrenni Kolkuós í landi Brimness. Það er niðurstaða nú að fresta skipulagi á svæðum er tengjast hugmyndum um virkjanir í Jökulsánum en VG í Skagafirði mun beita sér áfram fyrir því að þessar virkjana hugmyndir verði endanlega slegnar útaf borðinu. Margt má enn betur fara í vinnslu og frágangi aðalskipulags tillagna og þess að vænta að áfram verði unnið að ýmsum hlutum þess á næstu vikum og mánuðum.?
Bjarni Jónsson VG

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Forseti bar upp svofellda tillögu:
?Sveitarstjórn samþykkir, með vísan til samþykktar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 18. desember 2008, að óska eftir því við Skipulagsstofnun að heimilt verði að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 eins og hún liggur fyrir og að hún fái skipulagslega meðferð í samræmi við ákvæði Skipulagslaga, nr. 73, 1997.?
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 172. fundur - 22.04.2009

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 3. apríl 2009 varðandi Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagsráðgjöfum falið að yfirfara bréfið og lagfæra athugasemdir fyrir næsta fund.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 246. fundur - 05.05.2009

Afgreiðsla 172. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 246. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 173. fundur - 12.05.2009

Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Pál Zóphóníasson og Árna Ragnarsson ráðgjafa Lendisskipulagi, Sigríði Droplaugu Jónsdóttur VSÓ Ráðgjöf og Eyjólf Þór Þórarinsson Stoð ehf. Verkfræðistofu. Komu þau á fund nefndarinnar vegna vinnu við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Á 172. fundi Skipulags- og byggingarnefndar, 22. apríl sl., var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 3. apríl sl. varðandi Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Þá var Skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagsráðgjöfum falið að yfirfara bréfið og lagfæra athugasemdir. Það hefur nú verið gert og gerðu ráðgjafar grein fyrir þeirri vinnu. Gerð er grein fyrir þessum breytingum í kafla 1.9 í greinargerð, meðferð 5. tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að mæla með við Sveitarstjórn að 5. tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 verði auglýst samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga 73/1997 m.s.br. Aðalskipulagstillagan samanstendur af forsendum með 5. tillögu, 2. og 3 kafli dagsettir í apríl 2009, greinargerð 4. kafli ásamt inngangi 1. kafla, dagsett í apríl 2009, umhverfisskýrslu dagsett í apríl 2009, sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdrætti sem sýnir á sama uppdráttarblaði uppdrætti af Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum í Hjaltadal, Varmahlíð og Steinsstöðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 174. fundur - 12.05.2009

Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Kynningarfundur haldinn í félagsheimilinu Ljósheimum fyrir sveitarstjórnarfólk og nefndarfulltrúa vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Auk nefndar- og starfsmanna voru mættir ráðgjafarnir Páll Zóphóníasson frá Lendisskipulagi, Sigríður Droplaug Jónsdóttir VSÓ Ráðgjöf og Eyjólfur Þór Þórarinsson frá Stoð ehf.verkfræðistofu. Að loknum inngangsorðum Einars E. Einarssonar formanns skipulags ? og byggingarnefndar tók Páll Zóphóníasson til máls og kynnti Aðalskipulagstillöguna, fór yfir tillögur og markmið og útskýrði þann lagaramma sem aðalskipulag byggir á. Sigríður Droplaug gerði grein fyrir helstu atriðum umhverfisskýrslu sem er hluti aðalskipulagstillögunnar. Gerð var grein fyrir bréfi Skipulagsstofnunar frá 3. apríl sl. og þeim leiðréttingum og breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni vegna þess. Að því loknu var orðið gefið laust og svöruðu ráðgjafar og nefndarmenn fyrirspurnum úr sal. Fleira ekki gert. Formaður sleit fundi og þakkaði fundarmönnum öllum góða fundarsetu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Samþykkt skipulags- og byggingarnefndar um að mæla með við sveitarstjórn að 5. tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 verði auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997 m.s.br., borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Fulltrúar VG áskilja sér rétt til að fylgja frekar eftir athugasemdum við aðalskipulagstillögurnar.?

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Afgreiðsla 174. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram á 247. fundi sveitarstjórnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 182. fundur - 31.08.2009

Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Pál Zóphóníasson skipulagsráðgjafa.Fjallað var um aðalskipulagstillöguna og framkomnar athugasemdir við tillöguna auk bréfs Skipulagsstofnunar frá 3. apríl 2009.Lögboðnum umsagnaraðilum var með bréfi dagsettu 14.12.2005 kynnt 4. tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í greinargerð með 5. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar kemur fram hverjir svöruðu þá bréfi skipulags- og byggingarnefndar. Eins og fram kemur í greinargerð með 5. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar var tillit tekið til ábendinga umsagnaraðila.Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi eftirtöldum aðilum 5. Tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 til umsagnar með bréfi dagsettu 27. febrúar 2009.Eftirtöldum aðilum var skrifað :Flugmálastjórn, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, Landbúnaðarráðuneyti, Landsneti hf., Siglingastofnun ríkisins, Skipulagsnefnd kirkjugarða, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerð ríkisins, Skógrækt ríkisins, Akrahreppi, Blönduósbæ, Húnavatnshrepp, Dalvíkurbyggð, Héraðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu, Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Hörgárbyggð, Fjallabyggð, Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, Skagabyggð og Samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins.Svarbréf barst frá eftirtöldum:Flugmálastjórn dagsett 3. apríl 2009, Siglingastofnun ríkisins dagsett 12. mars 2009, Veðurstofu Íslands dagsett 31. mars 2009, Vegagerð ríkisins dagsett 7. apríl 2009, Skógrækt ríkisins dagsett 26. mars 2009, Blönduósbæ dagsett 15. júlí 2009,, Sveitarfélaginu Skagaströnd dagsett 9. júlí 2009, Fjallabyggð dagsett 16. apríl 2009 og Skagabyggð dagsett 7. mars 2009.Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsti 5. tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan, greinargerð og uppdrættir ásamt umhverfisskýrslu var auglýst samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, var til sýnis í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, á venjubundnum opnunartíma frá fimmtudeginum 28. maí 2009 til fimmtudagsins 2. júlí 2009. Jafnframt var tillagan, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Athugasemdarfrestur við tillöguna var til kl. 15.00 föstudaginn 17. júlí 2009. Alls bárust, innan, tilskilins athugasemdarfrests, 18 athugasemdir við 5. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Þar af eru tvær athugasemdir í formi undirskriftarlista og ein á formi fundargerðar.Athugasemdir bárust um eftirtalin atriði.Nr. 1 Bréf frá Jónínu Friðriksdóttur og Stefáni Sigurðssyni dagsett 1.janúar 2009.Nr. 2 Bréf frá Leið ehf. dagsett 10.júní 2009.Nr. 3 Tölvupóstur, frá Þóru Björk Jóndóttir kennslu og sérkennsluráðgjafa dagsett 11.06.2009.Nr. 4 Bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks dagsett 26.júní 2009Nr. 5 Bréf frá landeigendum Móskóga dagsett 29.07.2009.Nr. 6 Bréf frá eigendum Laufhóls, Kýrholts, Bakka og Lóns dagsett 30.júní 2009.Nr. 7 Bréf frá Vegagerðinni dagsett 10.07.2009.Nr. 8 Undirskriftarlisti gegn tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar um friðlýsingu Austara Eylendisins móttekið 10 júlí 2009.Nr. 9 Bréf frá Hestamannafélögunum Léttfeta, Stíganda og Svaða dagsett 14.07.2009.Nr. 10 Fundargerð frá íbúafundi í Fljótum þann 12.07.2009.Nr. 11 Bréf frá Kolkuós ses. dagsett 05.07.2009.Nr. 12 Undirskriftarlisti frá 37 íbúum Viðvíkursveitar og Hjaltadals dagsett 08.06.2009. Nr. 13 Bréf frá Guðmundi Viðari Péturssyni bónda á Hrauni í Fljótum dagsett16.07.2009.Nr. 14 Tölvupóstur frá Gísla Birni Gíslasyni VöglumNr. 15 Bréf frá Umhverfisstofnun ríkisins dagsett 17.07.2009Nr. 16 Bréf frá Ingibjörgu Jónasdóttur, Þórunni Jónasdóttur og Moniku Jónasdóttur ódagsett en móttekið 17. júlí 2009.Nr. 17 Bréf frá Geir Eyjólfssyni dagsett 16.07.2009.Nr. 18 Bréf frá Trausta Sveinssyni Bjarnagili dagsett 16.07.2009.Farið var efnislega yfir athugasemdir og umsagnir og sjónarmið nefndarmanna rædd. Skipulagsráðgjafa og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útfæra svör nefndarinnar nánar og leggja fyrir næsta fund.

Skipulags- og byggingarnefnd - 183. fundur - 02.09.2009

Einar Einarsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn, sérstaklega þá Pál Zóphóníasson og Eyjólf Þór Þórarinsson. Fjallað var um aðalskipulagstillöguna og framkomnar athugasemdir við tillöguna sem lagðar voru fram og bókaðar á 182. fundi nefndarinnar 31. ágúst sl.auk bréfs Skipulagsstofnunar frá 3. apríl 2009. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að mæla með við Sveitarstjórn að neðangreindar afgreiðslur verði samþykktar og sveitarstjórn samþykki Aðalskipulagstillöguna með áorðnum breytingum. - Sjá meðfylgjandi fylgiskjal: Undirrituð fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 2. sept. 2009.

Skipulags- og byggingarnefnd - 192. fundur - 25.11.2009

 Farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar dagsettar 6. nóvember, mótteknar 13. nóvember sl. Páll Zophóníasson skipulagsráðgjafi var í símasambandi við fundarmenn. Skipulags- og byggingarfulltrúa og Páli falið að vinna áfram að svörum við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Ákveðinn vinnufundur fimmtudaginn 3 des. nk.

Skipulags- og byggingarnefnd - 193. fundur - 03.12.2009

Aðalskipulag Skagafjarðar.  Fundur haldinn á Kaffi Krók 3.12.2009 og hófst hann kl. 10,00.

 

Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Pál Zóphóníasson ráðgjafa frá Lendisskipulagi, Stefán Gunnar Thórs frá VSÓ verkfræðistofu, Eyjólf Þ. Þórarinsson og Elvar Inga Jóhannesson frá Stoð ehf. Verkfræðistofu. Komu þeir á fund nefndarinnar vegna vinnu við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021.

Farið var yfir 5. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar sem send var Skipulagsstofnun til umsagnar þann 10. september  sl. og þær athugasemdir sem Skipulagsstofnun gerði við tillöguna og fram koma í bréfi Skipulagsstofnunar frá 6. nóvember sl.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir  að bregðast við bréfinu og samþykkti tillögu að nýrri greinargerð  skv. 9. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og á að birtast í kafla 4.24 í greinargerðinni.

Til þess að bregðast við öðrum athugasemdum samþykkti skipulags- og byggingarnefnd ennfremur að gera leiðréttingar á texta greinargerðarinnar og bæta við öðrum og skrásetja í fundargerð þessa.

 

Fundargerðin verðu fylgiskjal með Aðalskipulaginu og bætt inn í hefti með fylgiskjölum sem fylgdi 5. tillögu.

 

Samantekt á því hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í skipulagsáætlunina

Í samræmi við 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana leggur Sveitarfélagið Skagafjörður fram samantekt á því hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í skipulagsáætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfisskýrslu og athugasemdum sem bárust á kynningartíma við tillögu og umhverfisskýrslu og rökstuðningur fyrir endanlegri áætlun, í ljósi þeirra valkosta sem skoðaðir voru.

Í vinnu að gerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar var lögð á áhersla á samanburð valkosta fyrir sorpförgunarsvæði, samgöngur, iðnaðar- og hafnarsvæði í Viðvíkursveit. Í kjölfar athugasemda við tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og drög að umhverfisskýrslu var bætt við valkostum til skoðunar og farið yfir þau umhverfissjónarmið sem fram komu um stefnu Sveitarfélagsins um landnotkun.

Sorpförgun

Við vinnslu aðalskipulagsins voru umhverfissjónarmið tekin til greina við mat á valkostum en þeir voru sorpförgunarsvæði við Brimnes í Viðvíkursveit og sorpförgunarsvæði utan Skagafjarðar. Stefna aðalskipulagsins um sorpförgun er talin hafa áhrif á umhverfið að því leyti að óbrotið land er tekið undir nýtt sorpförgunarsvæði, sem mun skera sig verulega úr náttúrulegu landslagi og hafa áhrif á ásýnd svæðisins sem er að hluta til útivistarsvæði til sérstakra nota. Einnig eru líkleg samlegðaráhrif af uppbyggingu iðnaðar á landslag og ásýnd.

Sorpförgun hefur neikvæð áhrif sama hvar hún verður staðsett. Auk ofangreindra áhrifa hefur hún áhrif á lykt og hugsanlega aðra landnotkun, eins og kom fram í athugasemdum. Það mun hafa minnst neikvæð áhrif á Sveitarfélagið Skagafjörð að staðsetja sorpförgun utan sveitarfélagsins eins og hugsanlegt er að verði skv. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2007-2020 og er sveitarfélagið fylgjandi þeirri stefnu, eins og kemur fram í kafla 4.10.3. Það er þó mikilvægt að mati Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þar til sameiginleg sorpförgun fyrir Norðurland Vestra verði endanlega ákveðin, hafi Sveitarfélagið Skagafjörður sett fram á skipulagi hvar þess háttar starfsemi yrði staðsett í sveitarfélaginu. Eftir athugasemdir íbúa við staðsetningu sorpförgunarsvæðis var farið yfir staðarval og umfang helstu áhrifa. Einnig var lagt mat á hvort að áhrif yrðu á menningarminjar, en þeim stendur ekki ógn af fyrirhuguðu sorpförgunarsvæði þar sem skráðar menningarminjar liggja utan þess. Það er stefna sveitarfélagsins að ef og þegar ákvörðun og rekstrarfyrirkomulag sameiginlegs sorpförgunarsvæðis liggur fyrir mun landnotkun um sorpförgun við Brimnes víkja og felld út af aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Til að bregðast við athugasemdum um sorpförgunarsvæði hefur Sveitarfélagið Skagafjörður lagt fram ákveðin skilyrði fyrir sorpförgunarsvæðinu sem ætlað er að tryggja að neikvæð umhverfisáhrif verði sem minnst. Þessi skilyrði eru:

Í mati á umhverfisáhrifum mögulegs sorpförgunarsvæðis skal áhersla lögð á loftgæði, landslag, lífríki og landnotkun og þá fyrst og fremst útivist og landbúnað.

Í deiliskipulagi skal taka tillit til menningarminja í grennd við fyrirhugað sorpförgunarsvæði, og að lögð sé áhersla á að takmarka fok frá sorpförgunarsvæði og sjónræn áhrif þess.

Þegar upplýsingar úr mati á umhverfisáhrifum og deiliskipulagi liggja fyrir verði gerð áætlun um vöktun og mótvægisaðgerðir vegna ofangreindra áhrifa og vöktun, eftir því sem þurfa þykir.

Iðnaðar- og hafnarsvæði

Við mat á áhrifum stefnu aðalskipulagsins um iðnaðar- og hafnarsvæði í Viðvíkursveit var litið til samfélags, lífríkis, strandlengju, landslags, landrýmis, jarðefnanotkunar og jarðfræði. Stefnan er talin hafa neikvæð áhrif á lífríki, landbúnaðarland, landslag og veruleg neikvæða áhrif á útivistarsvæði, ef ekki verði gripið til ákveðinna aðgerða við uppbyggingu iðnaðar. Einnig mun strandlengjan breytast með tilkomu nýs hafnarsvæðis. Hins vegar er stefnan í aðalskipulaginu talin hafa veruleg jákvæð áhrif á samfélag Sveitarfélagins Skagafjarðar og vera nauðsynlegur grundvöllur fyrir atvinnu og jákvæða byggðaþróun á skipulagstímabilinu.

Sveitarfélagið hefur við val á staðsetningu iðnaðar- og hafnarsvæðis gætt þess að vera utan verndarsvæða, að hafa ákveðna fjarlægð frá þéttbýli, til að draga úr hugsanlegum hagsmunaárekstrum og að nýta auðlindir og staðhætti sveitarfélagsins til atvinnuuppbyggingar. Ákveðin óvissa er um eðli áhrifa vegna iðnaðarsvæðis, þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um hvers konar iðnað verður að ræða. Við ákvörðun um staðsetningu var litið til ofangreindra umhverfissjónarmiða, en það er mat Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hagsmunir og ávinningur af stórfelldri atvinnuuppbyggingu vegi þyngra en möguleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jafnframt eru sett skilyrði til að draga úr neikvæðum áhrifum:

Við uppbyggingu iðnaðar- og hafnarsvæða beri að leita leiða til að draga úr hugsanlega neikvæðri ásýnd iðnaðarsvæðis og takmarka áhrif á útivistarsvæði.

Ef áform um iðnað eru háð lögum um mat á umhverfisáhrifum skal í matsvinnu leggja áherslu á ásýnd, loftgæði, hávaða og áhrif á aðra landnotkun.

Þegar ítarlegri upplýsingar liggja fyrir um framkvæmdir og hugsanleg áhrif skal leggja fram áætlun um vöktun og mótvægisaðgerðir.

Samgöngur

Umfjöllun um stefnu skipulagsins um samgöngur hefur m.a. snúist um tengingar Skagafjarðar við aðliggjandi sveitarfélög til að stækka og styrkja atvinnu- og þjónustusvæði, m.a. í samræmi við byggðaáætlun. Athugasemdir um stefnu skipulagsáætlunarinnar í samgöngumálum bárust frá Vegagerðinni, Leið ehf. og íbúum í Fljótunum. Í kjölfar þess voru bornir saman staðarvalkostir jarðganga milli Fljóta og Siglufjarðar, ásamt núll kosti. Tilgangur þessara framkvæmda er fyrst og fremst sá að stækka þjónustu- og atvinnusvæði Skagafjarðar, sem er talið mikilvægt samhliða uppbyggingu iðnaðar í Viðvíkursveit og því kemur 0-kostur ekki til greina. Í samanburði á ofangreindum valkostum jarðganga er niðurstaðan að neikvæð áhrif þeirra eru ekki veruleg eða frábrugðin, miðað við fyrirliggjandi gögn. Þá ber að geta þess að áformuð jarðgöng eru í samræmi við tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2003-2023. Sveitarfélagið Skagafjörður telur því ekki ástæðu til að breyta staðsetningu ganganna frá því sem áður hefur verið kynnt.

Vegna legu Hringvegar voru tillögur Vegagerðarinnar, Leiðar ehf. og stefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar bornar saman. Við vinnslu aðalskipulagsins voru umhverfissjónarmið tekin til greina við mat á áðurnefndum valkostum. Líklegt þykir að tillögur Vegagerðarinnar og Leiðar ehf. muni stuðla að bættu umferðaröryggi þar sem umferð er beint frá þéttbýli. Hins vegar munu ný vegstæði liggja að einhverju leyti um mýrlendi og ræktað land. Einnig mun nýr vegur vera nokkuð áberandi enda mun hann liggja þvert yfir Skagafjörð. Ekki er marktækur munur á umhverfisáhrifum tillögu Leiðar ehf. og Vegagerðarinnar. Með breytingu á legu Hringvegar, samkvæmt tillögum Vegagerðarinnar og Leiðar ehf., fellur Varmahlíð úr leið, en hún er mikilvæg þjónustumiðstöð fyrir íbúa í suðurhluta sveitarfélagsins. Leiða má líkur að því að ef hún fellur úr alfaraleið er líklegt að ekki verði rekstrargrundvöllur fyrir þeirri þjónustu og verslun sem er í dag. Slíkt gengur þvert á stefnu sveitarfélagsins.

Á meðan ekki liggja fyrir áætlanir hvernig unnt verði að tryggja þjónustu og verslun í þessum hluta sveitarfélagsins og samanburð við lagfæringu á Hringveginum um Varmahlíð m.t.t. umferðaröryggis, mun Sveitarfélagið Skagafjörður ekki breyta legu Hringvegarins. Sveitarfélagið mun í kjölfar staðfestingar á aðalskipulaginu leita samráðs við Vegagerðina um undirbúning að endurskoðun á stofnvegakerfi sveitarfélagsins.

Vöktun og mótvægisaðgerðir

Vöktun helstu neikvæðra áhrifa verði liður í hefðbundinni skipulagsvinnu við reglulega endurskoðun aðalskipulags, þar sem lagt er mat á þróun umhverfisþátta frá fyrra skipulagi.

Í tengslum við fyrirhugaðan iðnað og sorpförgun í Viðvíkursveit, mun Sveitarfélagið Skagafjörður gera kröfu um vöktun og mótvægisaðgerðir í samræmi við upplýsingar sem fram koma í mati á umhverfisáhrifum, deiliskipulagi og leyfisumsóknum. 

Einnig mun sveitarfélagið hafa umfjöllun umhverfisskýrslu til hliðsjónar og gæta mögulegra áhrifa vegna nálægðar iðnaðarsvæðis og sorpförgunarsvæðis við útivistarsvæði. Lögð verður áhersla á að viðkomandi aðilar grípi til viðeigandi mótvægisaðgerða.

Þar sem framkvæmd aðalskipulagsins kemur ekki til með að raska votlendissvæðum er ekki talin þörf á sérstökum aðgerðum um endurheimt votlendis. En vegna mikilvægis þessara svæða leggur Sveitarfélagið Skagafjörður áherslu á að ef framkvæmdir komi til með að raska votlendi, skal meta raunhæfi þess að endurheimta votlendi á þeim votlendissvæðum sem talin eru upp í kafla 2.8.3.3. Með því móti er á kerfisbundinn hátt hægt að endurheimta votlendi í sveitarfélaginu í stað þess sem kann að raskast við framkvæmdir.

 

Eftirfarandi breytingar og lagfæringar gerðar við greinargerðina :

 

Forsíða " Merkingin 5. Tillaga" feld út og dagsetning greinargerðar verður Desember

 

Fremst í greinargerð er undirskriftarblað. Aftan við aðra málsgrein komi: "Ennfremur upplýsingakort 3.9.1-1 sem sýnir Vegakerfið og tillögur til umræðu."

Í efnisyfirlit komi kaflarnir 1.10-1.12.

Kafli 1.8 Fylgiskjöl með tillögu ?Texti fellur út þ.e fyrsta  setning

Viðbótartexti komi inn aftast:Ennfremur upplýsingakort 3.9.1-1 sem sýnir Vegakerfið.

 

Kafli 1.11 Afgreiðsla 5. Tillögu

Bókun vegna erinda Golfklúbb Sauðárkróks frá 26. júní 2009 og Geir Eyjólfssyni vegna reiðleiða  frá 16. júlí vantar  í kafla 1.11, þar sem erindinu er vísað til endurskoðunar Aðalskipulags Sauðárkróks.

Nýr kafli 1.12 (Breyttur kafli) Athugasemdir við 5. tillögu.

Kemur vegna athugasemda Skipulagsstofnunar,samanber bréf frá 6. nóvember 2009,  helstu punktar verða taldir upp í réttri röð hér á eftir, stuðst er við númer í 4. kafla greinargerðarinnar, eins og hún var send  Skipulagsstofnun.

 

Nýr kafli 1.13 Niðurlag (nýtt númer og kaflinn færist til ). Leiðréttur í samræmi við stöðu mála.

 

Breytingar á forsendum, 2. kafli Náttúrufar og 3.kafli Byggð.

2.8.1 Almennt (Minjar og vernd). Felld verði út síðasta málsgreinin og inn komi í staðinn: Vakin er athygli á fornleifaskrám sem nefndar eru í kafla 4.20.3 í greinagerð.

 

3.9.1 Vegakerfið og umferð.

Önnur málsgrein fellur út. Inn komi, Vísað í 2. málsgrein 4.16.3.1. Vegir.

 

4.0.5.1 Sveitarfélagsuppdráttur, breytingar á uppdrætti(texti um breytingar komi i viðeigandi köflum)

Á Sveitafélagsuppdrætti verður verndarsvæði Svæðisskipulags miðhálendisins, annað en svæði á náttúruminjaskrá, hverfisverndarsvæði.

Veggöng milli Hjaltadals og Hörgársdals felld út úr skipulaginu.

Óviss Sveitarfélagamörk eru merkt sem óviss mörk .(Sveitarfélagsmörk að Skagabyggð, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Blönduósbæ og að hluta að Fjallabyggð)

Afmörkun Akrahrepps hefur verið fjarlægð af uppdrættinum.

Stofnvegur í norðanverðum Fljótum merktur sem slíkur.

Landsvegir upp á miðhálendið merktir sem slíkir.

Texti viðbót:. Á sveitarfélagsuppdrætti eru óviss sveitarfélagamörk merkt sérstaklega.

 

4.0.5.2    Þéttbýlisuppdrættir, breytingar á uppdráttum(texti um breytingar komi i viðeigandi köflum)

Sauðárkrókur: Blár rammi utan um opið svæði U-3.8 fjarlægður

Hólar: Blönduðu svæði (stofnun-verslanir og þjónusta) breytt í þjónustustofnanasvæði, Þ-4.1.

Hólar: Blönduðu svæði (íbúðabyggð og stofnanir) breytt í íbúðabyggð, ÍB-4.2.

Hólar: Svæði merkt ÍB-4.3 tengd saman.

Hólar: Þjónustusvæði Þ-4.1 stækkað til norðvesturs ? sameinað öðrum þjónustusvæðum á því svæði.

Varmahlíð: Iðnaðarsvæði I-5.1 stækkað með nýrri lóð undir borholuhús..

 

4.1.3.2 ? Texti fellur út ? "sjá fylgiskjal 3.1" og "sjá fylgiskjal 3.2" Þá verði síðasta málsgreinin, "Ákvæði í gildandi  aðalskipulagi haldi gildi sínu nema annað sé tekið fram" felld út.

4.1.3.3- - Texti fellur út -"sjá fylgiskjal 4.1" -"sjá fylgiskjal 4.2" og "sjá fylgiskjal 4.3" Þá verði síðasta málsgreinin, "Ákvæði í gildandi  aðalskipulagi haldi gildi sínu nema annað sé tekið fram" felld út.

4.1.3.4         Texti fellur út--"sjá fylgiskjal 5.1" -"sjá fylgiskjal 5.2" og "sjá fylgiskjal 5.3" Þá verði síðasta málsgreinin, "Ákvæði í gildandi  aðalskipulagi haldi gildi sínu nema annað sé tekið fram" felld út.

4.1.3.5         Texti fellur úr--"sjá fylgiskjal 6.1"  Þá verði síðasta málsgreinin, "Ákvæði í gildandi  aðalskipulagi haldi gildi sínu nema annað sé tekið fram" felld út.

 

4.1.4.1 Almennt um þéttbýlisstaði, verði bætt við setningunni :

"Við endurskoðun á aðalskipulagi þéttbýlisstaðanna hefur ávalt verið tekið mið af ákvæðum í núverandi aðalskipulögum og þau yfirfærð í tillögurnar nema annað sé tekið fram." Setningin komi fremst í kaflann.

4.1.4.4 Hólar  texti fellur út--merktum fylgiskjal  4.2 og 4.3

4.1.4.5 Varmahlíð  texti fellur út-- merktum fylgiskjal  5.2, 5.3 og 5.4.

4.2.3 íbúðir og íbúðarsvæði  texti út- "Ákvæði í gildandi  aðalskipulagi haldi gildi sínu  eftir staðfestinguna nema annað sé tekið fram" felld út.

4.2.5.4 Hólar leiðrétta stærðir  íbúðarsvæði ÍB-4.2, Svæðið stækkað og sameinað áður blönduðu svæði. Nyrst í svæðinu eru eldri útihús og vélageymsla   ÍB-4,2: F=5,76ha.  ÍB-4.3: F=1,48ha.

4.3.3.5 Skólar og starfssvæði ? fyrsta setningin falli niður" Skólaskrifstofa hefur starfað í Skagafirði frá því fyrir sameiningu sveitarfélaganna og bæði skagfirsku sveitarfélögin standa að rekstri skrifstofunnar"

4.3.4.-1 Sveitarfélagsuppdráttur ? Engar tillögur eru um nýjar þjónustustofnanir fyrir utan þéttbýli og engar eða óverulegar framkvæmdir áformaðar á núverandi þjónustusvæðum.

4.3.5.4 Hólar í Hjaltadal Þ4.1 leiðrétta stærð 1,4 verður 4,4 ha, Svæðið stækkað og sameinað áður blönduðu svæði

4.4.3-1 Miðsvæði: "Ákvæði um miðsvæði í gildandi aðalskipulögum haldi gildi sínu"- fellur út og í staðin  komi:  "Enginn miðsvæði á sveitarfélagsuppdrætti".  

4.5.5. 1-6 Stærðir svæða settar inn  í greinagerðina.

4.6.3.-1. Athafnasvæði..breyting athafnasvæði utan þéttbýliskjarna eru ekki í fyrirliggjandi tillögu.

4.6.5.-1.  Sveitarfélagsuppdráttur. Breyting . Enginn athafnasvæði eru utan þéttbýliskjarnana.

4.7.4    1. Sveitarfélagsuppdráttur (. í kafla 4.7.4  Rökstuðningur fyrir ný  iðnaðar- og hafnarsvæði:  

Iðnaðarsvæði fyrir umsvifamikil og stór fyrirtæki verði í Viðvíkursveit, milli Skollaness og Karlsness, á nesjunum sjálfum og á Skarðsmóum og á Reykjaströnd, norðan við Sauðárkrók. Sveitarfélagið telur að einn af grundvallarþáttum til að byggja upp öflugt samfélag og virkt atvinnuumhverfi, sé að nýta staðhætti og auðlindir í sveitarfélaginu. Iðnaðarsvæði í Víðvíkursveit er í samræmi við þessu stefnu, þar sem gert er ráð fyrir rýmisfrekum og mannaflafrekum iðnaði. Gert er ráð fyrir að stóriðja nýti orku frá þeim orkuvinnslusvæðum sem eru innan sveitarfélagsins.

4.7.4- 8. bæta inn texta..." minni en 200 Kw"

4.7.5.   1 Sveitarfélagsuppdráttur-landstærðir  setja inn í greinagerðina.

4.7.5.3 I-3.2 Breytt landnotkunartexta í samræmi við reglugerð.

4.8.5.-1. Sveitarfélagsuppdráttur -  stærðir færðar  inn.

4.9.3    Jarðefnanámur ? bætt inn texta um að námur hafi leyfi og að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvar hráefni til hafnargerðar í Viðvíkursveit verði tekið

4.9.5    Aðalskipulagsuppdráttur, efnistökusvæði

3.Sauðárkrókur           

Viðbót: E-3.1: F=12,5ha sem skiptist í hálffrágengið 9,2 ha og svæði í vinnslu sem er 3,3 ha

4.10.3 Sorpförgunarsvæði, urðunarsvæði.

Settur inn texti um að fyrir liggi ótímabundið starfsleyfi urðunarstaðar á Skarðsmóum  útg. 7. des. 1987.

4.10.4.-2 þessi texti út " liggi fyrir við lokatillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar"

4.11.3  Svæði fyrir frístundabyggð

Viðbót:."Skilgreining skála í Svæðisskipulagi miðhálendisins ?

Hálendismiðstöðvar

Hálendismiðstöðvar eru þjónustumiðstöðvar ferðamanna í nánd við aðalfjallvegi hálendisins og tengjast alhliðaferðamennsku. Engin Hálendismiðstöð er skilgreind í Svæðisskipulagi miðhálendisins innan marka Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Skálar

Skálar eru staðir í góðu sambandi við vegakerfi en þjónustustig jafnan lægra en á hálendismiðstöðvum. Gistiskálar sem þjóna breiðum hópi ferðamanna, þar á meðal veiðimönnum,göngufólki, og hestamönnum, en mörg þessara húsa eru jafnframt gagnamannahús. Á skálasvæðum er gert ráð fyrir að nokkur hús kunni að verða byggð að undangengnu deiliskipulagi. Eitt svæði er skilgreint sem slíkt í Svæðisskipulagi miðhálendisins innan marka Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Ingólfsskáli við Lambafell. Skálinn stendur vestan Ásbjarnarfells og er í eigu Ferðafélags Skagfirðinga, gistirými fyrir 40 manns. Skálinn er jafnframt nýttur sem gagnamannaskáli og er vinsæll áningarstaður í vetrarferðum.

Fjallasel

Fjallasel eru hús í takmörkuðu eða engu vegasambandi. Um fjallasel gildir, eins og um miðstöðva- og skálasvæði að þau eru opin fyrir almenningi. Reiknað er með að fjögur fjallasel geti risið í Skagafirði meðfram gönguleið umhverfis Hofjökul. Tvö svæði eru skilgreind sem slík í Svæðisskipulagi miðhálendisins innan marka Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Skiptabakki er gagnamannahús inn af Goðdaladal, á austurmörkum Hrauna og er í eigu Upprekstarfélags Eyvindarstaðaheiði.

Almennt um byggingarmál á Miðhálendinu

Eins fram kemur hér að framan eru þjónustusvæði ferðamann og aðrir uppbyggingastaðir skilgreind sem byggingarsvæði sem skal deiliskipuleggja áður en framkvæmdir hefjast. Allar byggingar sem rísa munu á hálendinu, eiga að uppfylla kröfur um hagkvæmni, tæknilega gerð og fagurfræðilegt útlit. Gera verður grein fyrir förgun sorps og frárennslis áður en ráðist er í framkvæmdir,Engin mannvirki má byggja nema byggingarleyfi liggi fyrir. Mat á umhverfisáhrifum þarf að liggja fyrir áður en mannvirki vegna ferðaþjónustu á Miðhálendinu verður reist.

Önnur mannvirki

Önnur mannvirki eru hús sem ekki nýtast í þágu ferðamanna og eiga það sameiginlegt að vera ekki opin til almennra ferðaþjónustu.

Skúr Landsvirkjunar við Orravatnsrústir.

4.11.4.-3    Viðbótartexti "og skilmálum sem þar koma fram"  

4.11.4.-4 .. Viðbótartexti  "og í samræmi við skilmála í lið 3 hér að framan"

4.11.4-2.-3. Hofsós,  texti um að breyta íbúðum fellur út

4.11.5-6  Stærðir svæða færð  inn

6. Steinsstaðir, stærðir svæða færðar inn í texta.

4.12.5 Aðalskipulagsuppdráttur, opin svæði til sérstakra nota  stærðir svæða færðar inn.

3. Sauðárkrókur stærðir svæða færðar inn í texta.

6. Steinsstaðir stærðir svæða færðar inn í texta.

4.14.4 Tillögur, landbúnaðarsvæði

4.14.4- 8. Eftirfarandi fellur út aftan af setningu ............." fyrir fyrirtæki í öðrum greinum en landbúnaði eða fyrir stofnanir sem slík starfsemi kann að henta".

4.14.4- 10.  Eftirfarandi fellur út aftan af setningu ........ "þótt þau tengist ekki landbúnaði."

4.14.4- 11  Nýr texti:  Heimilt verði að byggja litlar vatnsaflsvirkjanir, minni en 200 kw til staðbundinnar framleiðslu og sölu inn á almenn veitukerfi.

4.14.5. Aðalskipulagsuppdráttur landbúnaður stærðir svæða færðar inn í texta.

4. Hólar í Hjaltadal stærðir svæða færðar inn í texta.

4.16.3.1 Vegir.textabreyting  leiðrétt standi héraðsvegi í stað safnvegi.

 og setningin  "Landsvegir eru færri en áður" ? fellur út og í stað komi  "Landsvegir eru tveir upp á hálendið úr Vesturdal og fram Mælifellsdali"

4.16.4 Tillögur, samgöngur

4.16.4- 7. Tillaga um ný veggöng úr Hjaltadalnum fellur út

4.16.4- 8. Texti um að tillaga um nýjan veg í Viðvíkursveit falli út

4.16.4 -9 og -10  Númer breytast

4.16.5  Aðalskipulagsuppdráttur skipulagstillögunnar, samgöngur

4.16.5.0-5-Varmahlíð

4.16.5.0.5.2  Vegtenging að Lundi fellur út

Skipulags- og byggingarnefnd - 194. fundur - 09.12.2009

Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Pál Zóphóníasson ráðgjafa frá Lendisskipulagi og Eyjólf Þ. Þórarinsson frá Stoð ehf. Verkfræðistofu. Komu þeir á fund nefndarinnar vegna vinnu við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021.

 

Eins og fram kom á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 3. desember gerði

Skipulagsstofnun með bréfi sínu dagsettu 6. nóvember athugasemdir við  5. tillögu sem send var stofnunni til umsagnar.

Skipulagsstofnun óskar eftir að Sveitarstjórn bregðist við nokkrum atriðum sem talin eru upp í bréfinu og taki þau til endurskoðunar. Einnig atriði er varða greinargerð Sveitarstjórnar skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Þá  gerir Skipulagsstofnun athugasemdir við stefnu og framsetningu og ítrekar önnur atriði samanber fyrri bréf.

 

Á fundum sínum 3. desember 2009 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd að bregðast við bréfi Skipulagsstofnunar og gerði tillögu að nýrri greinargerð skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana og til þess að bregðast við öðrum athugasemdum samþykkti skipulags- og byggingarnefnd ennfremur að gera leiðréttingar á uppdráttum og á texta greinargerðarinnar og bæta við öðrum. Umræddar breytingar eru skrásettar í fundargerðinni í heild sinni og verður fylgiskjal með Aðalskipulaginu og bætt inn í hefti með fylgiskjölum Aðalskipulagsins. Fyrir fundinum liggur leiðrétt greinargerð og uppdrættir í samræmi við samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 3. desember sl. Gögnin, 1. og 4. kafli greinargerðar Aðalskipulagsins 2009-2021 sem dagsett eru í desember 2009 voru yfirfarin og samþykkt eins og þau nú liggja fyrir. Einnig Sveitarfélagsuppdráttur og þéttbýlisuppdrættir. Umhverfisskýrsla dagsett í september 2009 er óbreytt. Þá voru lögð fram svör við bréfum til, Vegagerðarinnar, Leiðar ehf., og til forsvarsmanna Kolkuóss ses. sem og til íbúa í Fljótum, Viðvíkursveit og í Hjaltadal sem rituðu nöfn sín á undirskriftarlista og gerðu athugasemdir við Aðalskipulagstillöguna.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að mæla með við Sveitarstjórn að framangreindar afgreiðslur verði samþykktar og sveitarstjórn samþykki Aðalskipulagstillöguna með áorðnum breytingum og óski eftir staðfestingu ráherra samkvæmt 19. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.

 

Gísli Árnason óskar bókað:

" Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar er stefna sveitarfélagsins um landnotkun gildistíma skipulagsins. Eðli málsins samkvæmt er þessi stefna í stöðugri endurskoðun. Um nokkurt skeið hefur stefna sveitarfélagsins verið að urða sorp að Sölvabakka í samvinnu við önnur sveitarfélög. Utan Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Það er því eðlilegt að sorpurðunarstaður í Viðvíkursveit, merktur S-1.1 á uppdrætti, verði felldur út úr aðalskipulagstillögunni og svæðið tekið undir aðra landnotkun.

Ég tel ekki þörf á að landnotkun svæðisins í tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar, 2009-2021, verði sorpurðun til vara."

Skipulags- og byggingarnefnd - 199. fundur - 05.02.2010

Skipulagsstofnun hefur, með bréfi dagsettu 15. janúar 2010 afgreitt Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 til staðfestingar umhverfisráðherra og mælir með að það verði staðfest samkvæmt 19. gr. Skipulags- og byggingarlaga, með frestun á þeim svæðum sem sveitarstjórn leggur til og á því svæði sem Vegagerðin leggur til að hringvegur 1 fari um í nýrri legu frá Arnarstapa að Sólheimagerði.

 

Skipulags- og byggingarnefnd fagnar afgreiðslu Skipulagsstofnunar en harmar þá afstöðu Skipulagsstofnunar að leggja til við Umhverfisráðherra að fresta skipulagi á því svæði sem Vegagerðin leggur til að Hringvegur 1 fari í nýrri legu um Skagafjörð. Fyrir þeirri afgreiðslu Skipulagsstofnunar telur Skipulags- og byggingarnefnd hæpin rök.

Sveitarstjórn fer með stjórn skipulagsmála í héraði og telur að Skipulagsstofnun eigi að samþykkja þá tillögu Sveitastjórnar Skagafjarðar að fara í samstarf við Vegagerðina um  skipulag á umæddu svæði.  Sveitastjórn Skagafjarðar hefur lýst yfir vilja sínum til að vinna að lausn þessa máls í samráði við Vegagerðina og hlutaðeigandi aðila eins og lög gera ráð fyrir.  Það teljum við vera góð vinnubrögð og líkleg til farsællar lausnar.

Í bréfi dagsettu 18.12.2009 til Vegagerðarinnar sem einnig var sent Skipulagsstofnun er eftirfarandi rökstuðningur Sveitarstjórnar settur fram.

"Með breytingu á legu Hringvegar, fellur Varmahlíð úr leið, en hún er mikilvæg þjónustumiðstöð fyrir íbúa í framhluta sveitarfélagsins. Leiða má líkur að því að ef hún fellur úr alfaraleið verði ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeirri þjónustu og verslun sem er í dag. Slíkt gengur þvert á stefnu sveitarfélagsins. Á meðan ekki liggja fyrir áætlanir um hvernig þá verði unnt   að tryggja þjónustu og verslun í þessum hluta sveitarfélagsins og samanburður á lagfæringu Hringvegarins um Varmahlíð og fyrirliggjandi tillögu Vegagerðarinnar m.t.t. umferðaröryggis, mun Sveitarfélagið Skagafjörður ekki breyta legu Hringvegarins. Það er hins vegar vilji sveitarfélagsins að leita samráðs við Vegagerðina um undirbúning að endurskoðun á stofnvegakerfi sveitarfélagsins í kjölfar staðfestingar á aðalskipulaginu. Til marks um það hefur verið gerð grein fyrir tillögum Vegagerðarinnar á skýringaruppdrætti í Aðalskipulagi Skagafjarðar og sveitarfélagið hyggst ekki gera ráð fyrir mannvirkjum á eða í nágrenni veglína sem Vegagerðin leggur til vegna styttingar Hringvegar. "

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að Umhverfisráðherra verði gerð grein fyrir sjónarmiðum Sveitarstjórnar og óski eftir að staðfestingu Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 verði hraðað sem mögulegt er.

 

Skipulags- og byggingarnefnd - 200. fundur - 24.02.2010

Afrit af bréfi Leiðar ehf. dagsett 15. febrúar sl. til umhverfisráðherra lagt fram til kynningar, einnig bréf Vegagerðarinnar dagsett 16. febrúar sl. til skipulags- og byggingarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnu bréfi Vegagerðarinnar og þeim vilja til samstarfs sem þar kemur fram. Þá lýsir skipulags- og byggingarnefnd furðu sinni á skrifum Leiðar ehf til umhverfisráðherra og hafnar algjörlega afskiptum Leiðar ehf af skipulagsmálum í Skagafirði eftir að formlegu athugasemdarferli er lokið og Skipulagsstofnun hefur afgreitt Aðalskipulagið frá sér til staðfestingar ráðherra.

Skipulags- og byggingarnefnd - 203. fundur - 19.03.2010

Lagt fram bréf Loga Kjartanssonar fh. umhverfisráðherra dagsett 11. mars sl.,  þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er gefin frestur til að gera grein fyrir og taka afstöðu til röksemda Skipulagsstofnunar vegna frestunartillögu Sveitarfélagsins. Samþykkt að óska eftir fundi með umhverfisráðherra um málið. 

Skipulags- og byggingarnefnd - 206. fundur - 05.05.2010

Fyrir tekið bréf umhverfisráðuneytisins dagsett 3. maí 2010 varðandi Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggignarnefnd vísar til fundar sem sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fulltrúar í Skipulags- og byggingarnefnd áttu með ráðherra Svandísi Svavarsdóttur og ráðuneytisstjóra Magnúsi Jóhannessyni þann  12. apríl síðastliðinn.  Á þeim fundi var gerð grein fyrir afstöðu sveitarfélagsins til niðurstöðu Skipulagsstofnunar um frestun á skipulagi vegna tillögu Vegagerðarinnar um legu hringvegar í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Eins og fram kom á þeim fundi er Sveitarfélagið Skagafjörður nú sem áður tilbúið til samstarfs við Vegagerðina um að leita sem bestra lausna á lagningu vega í Sveitarfélaginu, þar sem mat á umferðaröryggi er haft í öndvegi. Skipulags- og byggignarnefnd felur sveitarstjóra að svara erindi umhverfisráðuneytisins og ítrekar fyrri afgreiðslur sínar varðandi málið.

 

Skipulags- og byggingarnefnd - 212. fundur - 25.08.2010

Til umræðu sýslumörk milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu, einnig afmörkun eignarlanda Blönduóss innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Farið yfir gögn sem lögð voru fram af fulltrúum Blönduóss  á fundi 11. febrúar 2010. Þann fund sátu  Valgarð Hilmarsson og Ágúst Þór Bragason Blönduósi, Einar Einarsson formaður skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar, Jón Örn Berndsen skipulags-og byggingarfulltrúi Skagafjarðar og Sigurður H Ingvarsson starfsmaður, tæknideildar. Á fund nefndarinnar kom Hjalti Pálsson og fór yfir þau gögn sem til eru hjá okkur og eru grunnur að því hvernig sýslumörkin eru skilgreind í Aðalskipulagi Skagafjarðar. Samþykkt að vinna málið áfram, afla betri korta og óska svo eftir fundi með fulltrúum nágrannasveitarfélaganna um örnefni og sýslumörk. Hjalta þökkuð koma á fund nefndarinnar.

 

 

 

Skipulags- og byggingarnefnd - 230. fundur - 09.12.2011

Gerð grein fyrir bréfi sveitarstjóra til umhverfisráðherra þar sem formlega er farið fram á við hæstvirtan umhverfisráðherra að tekin verði til endurskoðunar sú niðurstaða að fresta beri staðfestingu á þeim hluta Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem varðar legu Hringvegar 1 á 15 km kafla í Skagafirði, þ.e þeim hluta aðalskipulagsins þar sem Vegagerðin og sveitarfélagið eru ekki sammála um legu veglínunnar, sbr. 2. og 3. mgr. 19. gr. skipulags- og byggingarlaga Farið er fram á að Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2011 verði staðfest athugasemdalaust eins og það liggur fyrir frá hendi sveitarstjórnar.

Þá var kynnt álitsgerð Stefáns Ólafssonar hrl. og Arnars Inga Ingvarssonar lögfr. Álitsgerðin er dagsett 1.11.2011 og varðar ákvörðun umhverfisráðherra dags. 23. júní 2010 um að fresta staðfestingu á þeim hluta aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem varðar legu þjóðvegar 1 hringvegar, og þá ákvörðun umhverfisráðherra frá 31. maí 2011 um að fresta hluta aðalskipulags Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps þar sem ný veglína hringvegar um svokallaða Húnavallaleið liggur.

Þá var einnig kynnt bréf innanríkisráðherra dagsett 28. nóvember varðandi legu hringvegarins. Þar gerir innanrikisráðherra grein fyrir að ekki sé gert ráð fyri í samgönguáætlun að breyta legu hringvegar í Skagafirði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 235. fundur - 15.06.2012

Lagt fram Aðalskipulag Skagafjarðar. Aðalskipulagið var auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 17. desember 2009. Aðalskipulagið var afgreitt af Skipulagstofnun til staðfestingar ráðherra samkvæmt 19. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 þann 15. janúar 2010. Þann 25. maí 2012 var Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 staðfest af Umhverfisráðherra. Auglýsing þess efnis hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda og hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 öðlast gildi. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim áfanga að loks hafi Aðalskipulag Skagafjarðar verið staðfest.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 235. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.