Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

212. fundur 25. ágúst 2010 kl. 08:15 - 10:30 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Til umræðu sýslumörk milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu, einnig afmörkun eignarlanda Blönduóss innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Farið yfir gögn sem lögð voru fram af fulltrúum Blönduóss  á fundi 11. febrúar 2010. Þann fund sátu  Valgarð Hilmarsson og Ágúst Þór Bragason Blönduósi, Einar Einarsson formaður skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar, Jón Örn Berndsen skipulags-og byggingarfulltrúi Skagafjarðar og Sigurður H Ingvarsson starfsmaður, tæknideildar. Á fund nefndarinnar kom Hjalti Pálsson og fór yfir þau gögn sem til eru hjá okkur og eru grunnur að því hvernig sýslumörkin eru skilgreind í Aðalskipulagi Skagafjarðar. Samþykkt að vinna málið áfram, afla betri korta og óska svo eftir fundi með fulltrúum nágrannasveitarfélaganna um örnefni og sýslumörk. Hjalta þökkuð koma á fund nefndarinnar.

 

 

 

2.Vík 146010 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008190Vakta málsnúmer

Sigurður Sigfússon kt.021147-2739 eigandi jarðarinnar Vík (146010) sækir með bréfi dagsettu 19. ágúst 2010 um leyfi til stækkunar á núverandi fjósi í Vík skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Uppdrættirnir eru í  verki númer 7103, dagsettir. 19. ágúst 2010.  Erindið samþykkt með fyrirvara um að athugasemdir brunavarna verði teknar til greina. 

3.Keldur 146550 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008114Vakta málsnúmer

Magnús Oddsson kt  080174-5519 eigandi jarðarinnar Keldna í Sléttuhlíð (146550) sækir með bréfi dagsettu 13. ágúst 2010 um leyfi byggja aðstöðuhús á jörðinni. Húsið sem um ræðir verður flutt tilbúið á staðinn. Framlagðir uppdrættir dagsettir 12. Ágúst 2010, gerðir af eru gerðir Sveini Arnarssyni byggingarfræðingi. Erindið samþykkt.

4.Hugljótsstaðir 146546 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008176Vakta málsnúmer

Guðrún Sveinbjörnsdóttir kt. 241037-2319, eigandi jarðarinnar Hugljótsstaða í Unadal (146546) sæki með bréfi dagsettu umleyfi til þess að breyta og endurbyggja geymsluhús á jörðinni ásamt því að breyta notkun húsinu í einbýlishús. Húsið sem um ræðir hefur matshlutanúmerið 06 á jörðinni og var byggt árið 1947 sem íbúðarhús, en hefur verið nýtt sem geymsla um árabil. Erindið samþykkt með fyrirvara um athugasemdir brunavarna.

5.Hólmagrund 6 (143511) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008144Vakta málsnúmer

Sólbrún Friðriksdóttir  kt. 221041-2409 eigandi einbílshúss sem stendur á lóð  nr. 6 við Hólmagrund á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 12. ágúst 2010 um leyfi til að reisa girðingu á mörkun lóðanna nr. 6 við Hólmagrund og 10 við Öldustíg. Mesta hæð girðingar verður 180 cm. Fyrir liggur samþykki eigenda einbílshús sem stendur á lóð nr. 10 við Öldustíg  á Sauðárkróki.  Erindið samþykkt.

6.Reykjavellir 146217 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008079Vakta málsnúmer

Pétur Pálmason kt. 190830-2179 sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhús sitt á jörðinni Reykjavöllum. Húsið verður klætt sléttum steniplötum sem koma á einangraða timburgrind. Einangrun steinull. Erindið samþykkt.

7.Háahlíð 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008070Vakta málsnúmer

Erla Kjartansdóttir og Óskar Björnsson Háuhlíð 11 á Sauðárkróki sækja um leyfi til að gera sólpall og skjólvegg sunnan við íbúðarhúsið. Á pallinn komi setlaug. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags og byggingarnefnd sérstaklega bóka eftirfarandi.Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

8.Aðalgata 4 (143108) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008049Vakta málsnúmer

Auður Herdís Sigurðardóttir kt. 170367-4569 eigandi íbúðar með fastanúmer 213-1098 og fyrir hönd verslunarinnar Kompunnar ehf. kt. 610102-3280, sem er verslanahúsnæði með fastanúmer 213-1097 og stendur húsið á lóðinni nr. 4 við Aðalgötu á Sauðárkróki, sækir hér með um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að einangra og klæða norðurhlið hússins. Einangrað verður með 50 mm steinull í 45 x 70 mm prófílgrind. Klæðningarefni bárustál. Erindið samþykkt.

9.Birkihlíð 25 (143208) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008038Vakta málsnúmer

Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 Birkihlíð 25 á Sauðárkróki sækir um leyfi til að reisa smáhýsi á lóðinni Birkihlíð 25. Húsið er 9,7 m2 garðhús, bjálkahús, og verður staðsett á byggingarreit fyrirhugaðrar bílgeymslu. Erindið samþykkt.

10.Smáragrund 14(143771) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008195Vakta málsnúmer

Baldvin Kristjánsson kt 220444-3929 og Jóna Björg Heiðdalsdóttir kt031248-2729 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 14 við Smáragrund á Sauðárkróki sækjum  með bréfi dagsettu 17. ágúst 2010 um leyfi til að breyta útliti hússins. Meðfylgjandi umsókn eru uppdrættir sem gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Erindið samþykkt.

11.Austurgata 24 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008227Vakta málsnúmer

Þórunn Snorradóttir  kt.    091167-4689, fyrir hönd eiganda einbýlahúss sem stendur á lóð nr. 24 við Austurgötu á Hofsósi, sækir með bréfi dagsettu 22. ágúst 2010 um leyfi til byggja verönd og skjólveggi á lóðinni, samkvæmt framlögðum gögnum. Erindið samþykkt.

12.Sæmundargata 7A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1008228Vakta málsnúmer

Þórarinn Sverrisson f.h. Sæmundargötu 7a ehf. kt. 601293-2189 og Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar kt. 550698-2349 sækja með bréfi dagsettu 23. ágúst 2010 f.h. eigenda fasteignarinnar að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki, um leyfi til að, einangra og múrklæða húsið utan ásamt því að breyta gluggum og útliti hússins. Erindið samþykkt.

13.Steintún: rekstur ferðaþjónustu

Málsnúmer 1008071Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Björn Jónsson arkitekt kt. 110254-3349 óskar eftir f.h eiganda jarðarinnar Steintúns (146234) að á jörðinni verði heimilaður rekstur ferðaþjónustu auk hefðbundins búreksturs. Í erindinu kemur fram að eigandi jarðarinnar hefur hug á að byggja upp 4-5 stjörnu tjaldsvæði á jörðinni auk frístundahúsa með tilheyrandi þjónustu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda varðandi stærð og staðsetningu þess lands jarðarinnar sem fyrirhugað er að nýta í þessum tilgangi. Umrædd umsókn er ekki í samræmi við samþykkt, en óstaðfest, aðalskipulag Sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:30.