Fara í efni

Steintún: rekstur ferðaþjónustu

Málsnúmer 1008071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 212. fundur - 25.08.2010

Gunnlaugur Björn Jónsson arkitekt kt. 110254-3349 óskar eftir f.h eiganda jarðarinnar Steintúns (146234) að á jörðinni verði heimilaður rekstur ferðaþjónustu auk hefðbundins búreksturs. Í erindinu kemur fram að eigandi jarðarinnar hefur hug á að byggja upp 4-5 stjörnu tjaldsvæði á jörðinni auk frístundahúsa með tilheyrandi þjónustu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda varðandi stærð og staðsetningu þess lands jarðarinnar sem fyrirhugað er að nýta í þessum tilgangi. Umrædd umsókn er ekki í samræmi við samþykkt, en óstaðfest, aðalskipulag Sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 267. fundur - 31.08.2010

Afgreiðsla 212. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 267. fundi sveitarstjórnar með sjö atkvæðum.