Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

160. fundur 19. nóvember 2008 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Aðalskipulag Skagafjarðar, 2005-2017. Tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2005 - 2017 tekin fyrir. Aðalskipulagstillagan samanstendur af greinargerð, umhverfisskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti og samsettum þéttbýlisuppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu Sveitarstjórnar og óskar eftir heimild Sveitarstjórnar til að kynna tillöguna á opnum borgarafundi. Gísli Árnason bókar að hann telur eðlilegt að fresta ákvörðunartöku um línuleið 220 kV háspennulínu á allri lagnaleið línunnar, þar með talið frá sveitarfélagsmörkum að Kolgröf.

2.Brautarholt land 217630 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0811055Vakta málsnúmer

Brautarholt land 217630 - Umsókn um landskipti. Svavar Haraldur Stefánsson, kt. 220252-2139 Brautarholti, sækir með bréfi dagsettu 16. nóvember sl. fyrir hönd Brautarholtsbænda ehf. kt. 650407-3180, um leyfi til að stofna lóð í landi Brautarholts, landnr. 146017, samkvæmt framlögðum afstöðuuppdrætti dags. 16. nóvember 2008, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 verki nr. 7390-1. Einnig er sótt um að ofangreind lóð sem verið er að stofna verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlisrétturinn mun áfram tilheyra Brautarholti, landnr. 146017. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Brautarholt 146017 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0811054Vakta málsnúmer

Brautarholt 146017 - Umsókn um byggingarleyfi. Svavar Haraldur Stefánsson, kt. 220252-2139 Brautarholti, sækir með bréfi dagsettu 16. nóvember sl., fyrir hönd Brautarholtsbænda ehf. kt. 650407-3180, um leyfi til þess að byggja hagaskýli fyrir sauðfé í landi Brautarholts, landnr. 146017. Framlagðir uppdrættir dags. 16. nóvember 2008 gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta eru S-101 og A-101 í verki nr. 7390-2,. Erindið samþykkt.

4.Helluland land D 212712 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0811043Vakta málsnúmer

Helluland, land D 212712 - Umsókn um byggingarleyfi. Andrés Geir Magnússon kt. 250572-4849 og Sólveig Arna Ingólfsdóttir kt. 081177-4819, eigendur jarðarinnar Hellulands land D, landnúmer 212712, sækja með bréfi dagsettu 13. nóvember sl. um leyfi til að byggja hesthús á jörðinni. Fyrirhuguð bygging er 105,6 m² timburhús. Framlagður uppdráttur dagsettur 13. nóvember 2008, gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7489, nr. A-101. Erindið samþykkt.

5.Aðalgata 10B - Umsókn um utanhússklæðningu

Málsnúmer 0811021Vakta málsnúmer

Aðalgata 10B - Umsókn um utanhússklæðningu. Gestur Þorsteinsson kt 060945-3499 sækir með bréfi dagsettu 10. nóvember sl., fyrir hönd Skagafjarðardeild RKÍ, kt. 620780-0229, eiganda fasteignar með fastanúmerið 213-1118, Tómasar Guðmundssonar kt. 210663-2669, eiganda fasteignar með fastanúmerið 213-111 og Ingu Drafnar Sváfnisdóttur eiganda fasteignar með fastanúmerið 213-1120, um leyfi til að einangra og klæða suðurhlið hússins sem stendur á lóðinni nr 10B við Aðalgötu. Einnig kemur fram í erindinu að í athugun sé að loka opnum inngangi, porti sem snýr fram að Aðalgötunni og breyta inngangi að framangreindum eignum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt skipulags- og byggingarlögum og skal það kynnt eiganda hússins sem stendur á lóðinni nr. 10 við Aðalgötu. Þá er byggingarfulltrúa falið kalla eftir uppdráttum og undirskriftum eigenda vegna fyrirhugaðrar lokunar og breytinga á inngangi.

Fundi slitið.