Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

200. fundur 24. febrúar 2010 kl. 08:15 - 10:50 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Akrahreppur: Aðalskipulag 2010 - 2022 - Umsögn.

Málsnúmer 1001230Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur tillaga að aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 sem dagsett er 14.janúar 2010 unnin af Tpz. teiknistofu, Páli Zóphóníassyni. Erindið er sent fyrir hönd hreppsnefndar Akrahrepps samkvæmt 17. og 18 grein skipulags- og byggingarlaga. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 5. febrúar sl., þá lagt fram til kynningar.
Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir á að í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 er ekki gert ráð fyrir breytingu á legu Hringvegar um Varmahlíð en gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.

2.Flæðagerði - Beiðni um endurskoðun skipulags við Flæðagerði

Málsnúmer 0809019Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 10.09.2008. Þá bókað. "Flæðagerði - Beiðni um endurskoðun skipulags við Flæðagerði. Guðmundur Sveinsson fh. Hestamannafélagsins Léttfeta óskar eftir með bréfi dagsettu 2. september sl. að deiliskipulag fyrir Flæðagerðið og næsta nágrenni þess verði tekið til endurskoðunar. Þetta var gert á grundvelli fyrirspurna um lóðir utan gildandi skipulags. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að fara í vinnu við endurskoðun deiliskipulagsins.? Guðbjörg Guðmundsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið, en hún hefur unnið tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir Flæðagerðið og kynnti þær ásamt greinargerð.

3.Hólar/Hólalax 146451 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0912037Vakta málsnúmer

Ásmundur Baldvinsson kt. 210466-2909 sækir með bréfi dagsettu 2.12.2009 fh. Hólalax hf. kt. 601279-0299 um byggingarleyfi fyrir 10 eldiskerum samkvæmt framlögðum gögnum. Umsagnir hlutaðeigandi liggja fyrir. Erindið samþykkt.

4.Hótel Varmahlíð - umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis

Málsnúmer 1002022Vakta málsnúmer

Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 5. febrúar sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Svanhildar Pálsdóttur kt. 130770-4369 fh. Gestagangs ehf. kt 410206-0990 um endurnýjun á rekstrarleyfi. Óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis í flokki V til að reka hótel og veitingastofu í húsnæði fyrirtækisins á lóð með landnúmerið 146131 í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti

5.Hofsstaðir lóð 1 (219174) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1002162Vakta málsnúmer

Eigendur Hofsstaða ehf. kt 690307-1110 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Hofsstaða landnúmer 146408, Viðvíkursveit í Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu í janúar sl., um leyfi til þess að stofna 13.000 m² þjónustulóð í landi jarðarinnar. Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind á yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem unnin er á VSÓ Ráðgjöf. Uppdrátturinn er dagsettur 05.02.2010. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hofsstaðir, landnr. 146408. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu146408. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

6.Skeiðsfossvirkjun 146888 - Umsókn um staðfestingu lóðar

Málsnúmer 1001130Vakta málsnúmer

Garðar Briem kt. 010745-2339 fh. RARIK ohf. kt. 520269-2669 sem er þinglýstur eigandi Skeiðsfossvirkjunar Fljótum í Skagafirði óskar með bréfi dagsettu 11. janúar sl., eftir staðfestingu á lóðarmörkum þriggja einbýlishúsa við virkjunina. Lóðirnar sem um ræðir hafa landnúmerin 146888, 146889 og 146899 og eru þær skilgreindar á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 3318, útgáfudagur. 16. desember 2009. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir afmörkun þess lands sem getið er um í afsali dagsettu 28. nóvember 1930 og umræddar lóðir eru stofnaðar úr.

7.Skeiðsfossvirkjun 146889 - Umsókn um staðfestingu lóðar

Málsnúmer 1001131Vakta málsnúmer

Garðar Briem kt. 010745-2339 fh. RARIK ohf. kt. 520269-2669 sem er þinglýstur eigandi Skeiðsfossvirkjunar Fljótum í Skagafirði óskar með bréfi dagsettu 11. janúar sl., eftir staðfestingu á lóðarmörkum þriggja einbýlishúsa við virkjunina. Lóðirnar sem um ræðir hafa landnúmerin 146888, 146889 og 146899 og eru þær skilgreindar á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 3318, útgáfudagur. 16. desember 2009. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir afmörkun þess lands sem getið er um í afsali dagsettu 28. nóvember 1930 og umræddar lóðir eru stofnaðar úr.

8.Skeiðsfossvirkjun 146899 - Umsókn um staðfestingu lóðar

Málsnúmer 1001133Vakta málsnúmer

Garðar Briem kt. 010745-2339 fh. RARIK ohf. kt. 520269-2669 sem er þinglýstur eigandi Skeiðsfossvirkjunar Fljótum í Skagafirði óskar með bréfi dagsettu 11. janúar sl., eftir staðfestingu á lóðarmörkum þriggja einbýlishúsa við virkjunina. Lóðirnar sem um ræðir hafa landnúmerin 146888, 146889 og 146899 og eru þær skilgreindar á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 3318, útgáfudagur. 16. desember 2009. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir afmörkun þess lands sem getið er um í afsali dagsettu 28. nóvember 1930 og umræddar lóðir eru stofnaðar úr.

9.Hesteyri 2 143445 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1002014Vakta málsnúmer

Ólafur Elliði Friðriksson kt. 0309574749 fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 sækir með bréfi dagsettu 03.02.2010 um leyfi til að breyta innra skipulagi iðnaðarhúss sem stendur á lóðinni nr. 2 við Hesteyri á Sauðárkróki. Framlagðir uppdrættir dagsettir 03.02.2010, gerðir á Arkitektúr og ráðgjöf, af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Einnig meðfylgjandi brunahönnun ásamt skýrslu, gerð af Tómasi Búa Böðvarssyni og eru þessi gögn dagsett 02.02.2010.
Erindið samþykkt.

10.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Afrit af bréfi Leiðar ehf. dagsett 15. febrúar sl. til umhverfisráðherra lagt fram til kynningar, einnig bréf Vegagerðarinnar dagsett 16. febrúar sl. til skipulags- og byggingarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkomnu bréfi Vegagerðarinnar og þeim vilja til samstarfs sem þar kemur fram. Þá lýsir skipulags- og byggingarnefnd furðu sinni á skrifum Leiðar ehf til umhverfisráðherra og hafnar algjörlega afskiptum Leiðar ehf af skipulagsmálum í Skagafirði eftir að formlegu athugasemdarferli er lokið og Skipulagsstofnun hefur afgreitt Aðalskipulagið frá sér til staðfestingar ráðherra.

11.Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag.

Málsnúmer 0804086Vakta málsnúmer

Eyrarvegur 21, aðkoma og hugsanleg lóðarstækkun. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 5. febrúar sl. Í dag liggur fyrir bréf Þórólfs H. Gíslasonar fh. Kaupfélags Skagfirðinga, þar sem hann gerir grein fyrir afstöðu Kaupfélagsins varðandi tillöguna. Bréfið lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.