Fara í efni

Flæðagerði - Beiðni um endurskoðun skipulags við Flæðagerði

Málsnúmer 0809019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 154. fundur - 10.09.2008

Flæðagerði - Beiðni um endurskoðun skipulags við Flæðagerði. Guðmundur Sveinsson fh. Hestamannafélagsins Léttfeta óskar eftir með bréfi dagsettu 2. september sl. að deiliskipulag fyrir Flæðagerðið og næsta nágrenni þess verði tekið til endurskoðunar. Þetta gert á grundvelli fyrirspurna um lóðir utan gildandi skipulags. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fara í vinnu við endurskoðun deiliskipulagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 233. fundur - 23.09.2008

Afgreiðsla 154. fundar skipulags- og byggingarnefndar 10.09.08 staðfest á 233. fundi sveitarstjórnar 23.09.08 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 200. fundur - 24.02.2010

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 10.09.2008. Þá bókað. "Flæðagerði - Beiðni um endurskoðun skipulags við Flæðagerði. Guðmundur Sveinsson fh. Hestamannafélagsins Léttfeta óskar eftir með bréfi dagsettu 2. september sl. að deiliskipulag fyrir Flæðagerðið og næsta nágrenni þess verði tekið til endurskoðunar. Þetta var gert á grundvelli fyrirspurna um lóðir utan gildandi skipulags. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að fara í vinnu við endurskoðun deiliskipulagsins.? Guðbjörg Guðmundsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið, en hún hefur unnið tillögur að nýju deiliskipulagi fyrir Flæðagerðið og kynnti þær ásamt greinargerð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010

Afgreiðsla 200. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.