Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

154. fundur 10. september 2008 í Ráðhúsi, Skagfirðingabraut 17-21,
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Suðurbraut 6 (146661) - Umsókn um breytta notkun húsnæðis

Málsnúmer 0809020Vakta málsnúmer

Suðurbraut 6 (146661) - Umsókn um breytta notkun húsnæðis. Rúnar Þór Númason kt. 130483-5349 og Valdís Brynja Hálfdánardóttir kt. 270981-4889, sækja með bréfi dagsettu 8. september sl., um leyfi til að breyta notkun húss sem stendur á lóðinni nr. 6 við Suðurbraut á Hofsósi úr veitingahúsi í íbúðarhús, ásamt því að breyta innra skipulagi hússins. Framlagðir uppdrættir í verki nr. 7486, númer A-101, dagsettir 08.09.2008, gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.

2.Aðalgata 14 (143120) Umsókn um breytta notkun húsnæðis.

Málsnúmer 0809018Vakta málsnúmer

Aðalgata 14 (143120) Umsókn um breytta notkun húsnæðis. Jón Sigfús Sigurjónsson kt. 200551-4869 sækir með bréfi dagsettu 8. september sl., um leyfi til að breyta notkun efri hæðar hússins sem stendur á lóðinni nr. 14 við Aðalgötu á Sauðárkróki. Í dag er hæðin skráð samkvæmt skiptasamningi skrifstofa og nýtt sem slík. Meðan eina starfsemin í húsnæðinu er rekstur endurskoðunarskrifstofu samþykkir nefndin ekki umbeðna skráningu.

3.Lindargata 15 (143586) - Umsókn um uppsetningu á gervihnattad.

Málsnúmer 0809016Vakta málsnúmer

Lindargata 15 (143586) - Umsókn um uppsetningu á gervihnattadiski. Wladyslaw Jan Bugajski kt. 160650-2149 eigandi íbúðar á neðri hæð í fjöleignarhúsi sem stendur á lóðinni nr. 15 við Lindargötu á Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 18. ágúst sl. um leyfi til að setja upp gervihnattadisk á lóð hússins skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Fyrir liggur samþykki Ragnars Eiríkssonar kt. 220145-7869 og Hönnu Eiríksson kt. 301049-7149 eigenda íbúðar á efri hæð. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið leyfi.

4.Víðimýri 10 (143880) - Umsókn um uppsetningu á gervihnattad.

Málsnúmer 0808068Vakta málsnúmer

Víðimýri 10 (143880) - Umsókn um uppsetningu á gervihnattadiski. Fernando Batalha Ferreira kt. 150178-2829 leigjandi íbúðar að Víðimýri 10, sækir með bréfi dagsettu 25. ágúst sl. um leyfi til að setja upp á útvegg að Víðimýri 10 gervihnattadisk skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Fyrir liggur skilyrt samþykki Eignarsjóðs Skagafjarðar eiganda framangreindrar íbúðar, dagsett 25.8.08 sem er einnig undirritað af leigjanda. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið leyfi.

5.Skólagata 146653, Höfðaborg - Umsókn um uppsetningu á fjarskiptamastri.

Málsnúmer 0809012Vakta málsnúmer

Skólagata 146653, Höfðaborg - Umsókn um uppsetningu á fjarskiptamastri. Karl Jónsson verkefnastjóri fh. Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140 sækir með bréfi dagsettu 19. ágúst sl., um leyfi til að setja upp búnað á félagsheimilið Höfðaborg. Búnaðurinn er ætlaður til að taka á móti merkjum og dreifa til notenda og til að fæða ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar á Hofsósi. Fyrir liggur samþykki húseiganda. Erindið samþykkt.

6.Reykjarhóll á Bökkum (146875) - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 0809017Vakta málsnúmer

Reykjarhóll á Bökkum (146875) - Umsókn um niðurrif mannvirkja. Haukur Guðmundsson framkvæmdastjóri fh. Smáragarðs ehf. 600269-2599, sækir með bréfi dagsettu 28. ágúst sl., um leyfi til að rífa starfsmannahús mhl 16, sem stendur á jörðinni og hefur matsnúmerið 214-4279. Erindið samþykkt.

7.Flæðagerði - Beiðni um endurskoðun skipulags við Flæðagerði

Málsnúmer 0809019Vakta málsnúmer

Flæðagerði - Beiðni um endurskoðun skipulags við Flæðagerði. Guðmundur Sveinsson fh. Hestamannafélagsins Léttfeta óskar eftir með bréfi dagsettu 2. september sl. að deiliskipulag fyrir Flæðagerðið og næsta nágrenni þess verði tekið til endurskoðunar. Þetta gert á grundvelli fyrirspurna um lóðir utan gildandi skipulags. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fara í vinnu við endurskoðun deiliskipulagsins.

8.Flæðagerði 23 (216377) - Fyrirspurn

Málsnúmer 0808023Vakta málsnúmer

Flæðagerði 23 (216377) - Fyrirspurn. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 13. ágúst sl., Ma. eftirfarandi bókað. „Daníel Brynjar Helgason kt. 110457-2009 og Berglind Ottósdóttir kt. 051259-2899 óska eftir með bréfi dagsettu 10. júlí sl. að fá að byggja hesthús á lóðinni nr 23 við Flæðagerði, sömu stærðar og gerðar og samþykkt hafa verið á lóðunum nr. 7 og 11 við Flæðagerði. Þar sem ekki liggja fyrir uppdrættir sem sýna fyrirhugaða byggingu og staðsetningu hússins innan lóðar er afgreiðslu frestað og farið fram á að umsækjendur sendi inn uppdrátt sem sýni fyrirhugaðar framkvæmdir.“ Í dag liggja fyrir umbeðin gögn ásamt umsögn hestamannafélagsins Léttfeta sem dagsett er 2. september sl. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar sem fyrirhugað er að taka upp og endurskoða gildandi deiliskipulag fyrir Flæðagerðið.


9.Hesteyri 2 (143445) - Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 0809013Vakta málsnúmer

Hesteyri 2 (143445) - Umsókn um lóðarstækkun. Þórólfur Gíslason fh. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009, sækir með bréfi mótteknu 8. september um stækkun lóðarinnar nr. 2 við Hesteyri. Erindinu vísað til gerðar deiliskipulags fyrir Sauðárkrókshöfn.

10.Flæðagerði Svaðastaðir (189714) - Umsögn vegna rekstrarleyfis.

Málsnúmer 0808078Vakta málsnúmer

Flæðagerði Svaðastaðir (189714) - Umsögn vegna rekstrarleyfis. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki óskar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar um umsókn Vésteins Vésteinsonar kt. 180942-4759 fyrir hönd Flugu h/f. kt. 631000- 3040 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Reiðhöllina Svaðastaði. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

11.152.og 153.fundur skipulags- og byggingarnefndar.

Málsnúmer 0809025Vakta málsnúmer

Fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 14. og 27. ágúst (fundir nr.152 og 153), sat Páll Dagbjartsson sem varamaður Sjálfstæðisflokks en hann er ekki kjörinn varamaður í nefndinni. Kjörnir nefndarmenn vilja af þessu tilefni láta koma fram að þessi mistök hafa ekki áhrif á afgreiðslur nefndarinnar á þessum tveimur fundum.
Einar E. Einarsson
Svanhildur Guðmundsdóttir
Gísli Sigurðsson

Fundi slitið.