Fara í efni

Flæðagerði 23 (216377) - Fyrirspurn

Málsnúmer 0808023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 151. fundur - 13.08.2008

Flæðagerði 23 (216377) - Fyrirspurn. Daníel Brynjar Helgason kt. 110457-2009 og Berglind Ottósdóttir kt. 051259-2899 óska eftir með bréfi dagsettu 10. júlí sl. að fá að byggja hesthús á lóðinni nr 23 við Flæðagerði, sömu stærðar og gerðar og samþykkt hafa verið á lóðunum nr. 7 og 11 við Flæðagerði. Þar sem ekki liggja fyrir uppdrættir sem sýna fyrirhugaða byggingu og staðsetningu hússins innan lóðar er afgreiðslu frestað og farið fram á að umsækjandur sendi inn uppdrátt sem sýni fyrirhugaðar framkvæmdir.

Skipulags- og byggingarnefnd - 154. fundur - 10.09.2008

Flæðagerði 23 (216377) - Fyrirspurn. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 13. ágúst sl., Ma. eftirfarandi bókað. „Daníel Brynjar Helgason kt. 110457-2009 og Berglind Ottósdóttir kt. 051259-2899 óska eftir með bréfi dagsettu 10. júlí sl. að fá að byggja hesthús á lóðinni nr 23 við Flæðagerði, sömu stærðar og gerðar og samþykkt hafa verið á lóðunum nr. 7 og 11 við Flæðagerði. Þar sem ekki liggja fyrir uppdrættir sem sýna fyrirhugaða byggingu og staðsetningu hússins innan lóðar er afgreiðslu frestað og farið fram á að umsækjendur sendi inn uppdrátt sem sýni fyrirhugaðar framkvæmdir.“ Í dag liggja fyrir umbeðin gögn ásamt umsögn hestamannafélagsins Léttfeta sem dagsett er 2. september sl. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar sem fyrirhugað er að taka upp og endurskoða gildandi deiliskipulag fyrir Flæðagerðið.


Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 233. fundur - 23.09.2008

Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 154. fundi skipulags- og byggingarnefndar.